Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-6.2 C
Reykjavik

Inga Dóra segir stöðu Grænlands grafalvarlega: „Óbreytt ástand er ekki valkostur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen, fyrrverandi formaður Siumut-flokksins í Nuuk, segir marga Grænlendinga uggandi yfir hugmyndum Donald Trumps. Að hennar sögn var heimsókn Trump yngri til Grænlands hálfpartinn sett á svið.

Fréttamyndskeið birtust víða er Donald Trump yngri heimsótti Grænland í gær þar sem hópur Grænlendinga sáust taka á móti syni Bandaríkjaforseta, sumir hverjir með rauða Trump derhúfu á höfði.

Leikrit

Að sögn Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen, fyrrum formann Siumut-flokksins í Nuuk, sem ræddi við Mannlíf, breyttist stemmningin í fjölmiðlum fyrir heimsókninni eftir því sem leið á gærdaginn. „Auðvitað fór gærkvöldið í það að fylgjast með fjölmiðlum, sérstaklega dönskum fréttaþáttum og fréttaútskýringaþáttum.“ Segir Inga Dóra að tónninn í fréttum í dönskum fjölmiðlum hafi breyst snarpt eftir því sem leið á daginn en í byrjun hafi verið sýnt frá spennandi lendingu flugvélarinnar og frá því að Trump yngri steig úr vélinni en talsverður fjöldi tók á móti honum. Samkvæmt fréttamanni DR sem kom til Nuuk, taldi hann seinna um kvöldið hafi svo komið í ljós að um ímyndarbrellu (e. PR-stunt) hafi verið að ræða. „Það kom lítil þota hingað á mánudeginum sem var með fólk frá Bandaríkjunum og þau fengu nokkra til að koma með út á flugvöll og taka á móti honum,“ segir Inga Dóra. Samkvæmt DR höfðu Bandaríkjamennirnir farið í verslunarmiðstöðina í Nuuk og spurt fólk hvaða álit þau hefðu á Bandaríkjunum og þau sem höfðu gott álit á landinu var síðan smalað á flugvöllinn og þeim réttar rauðar Trump derhúfur. Þannig hafi þessu ferli verið nokkurn veginn stjórnað. „Svo kemur þessi ímynd að Grænlendingar séu mjög ánægðir með heimsókn Donald Trump jr. En það er bara ekki allur sannleikurinn,“ segir Inga Dóra í samtali við Mannlíf.

Grafalvarleg staða

Inga Dóra lítur málið mjög alvarlegum augum en hún segir að forsetasonurinn hafi sagt í viðtali á Fox-sjónvarpsstöðinni að Grænlendingar væru til í að verða Bandaríkjamenn. „Auðvitað er þetta mjög alvarlegt mál. Auðvitað er hann túristi og gerði mikið af því að segja það en svo sér maður viðtal við hann á Fox News seinna um kvöldið þar sem hann segir að Grænlendingar vilji bara verða Ameríkanar. Það er bara alls ekki rétt.“ Bætir hún við: „Þetta fór frá því að vera svolítið spennandi að sjá flugvélina lenda og Donald Trump Jr. og svona en svo aftur á móti verður þetta grafalvarlegt þegar líður á kvöldið.“

- Auglýsing -

Segir Inga Dóra að málið skapi mikið óöryggi meðal Grænlendinga sem undanfarin ár hafa verið að fá fréttir af málum eins og Lykkjumálinu en árið 2022 kom í ljós að yfirvöld í Danmörku höfðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum grænlenskra kvenna á sjöunda áratug síðustu alda. Thetta mál hefur virkilega breytt viðhorfi margra á Danmörku og dönsk yfirvöld. Segir hún að Grænlendingum hafi mörgum brugðið mjög þegar Donald Trump lýsti yfir áhuga sínum á að taka Grænland með valdi. 

Sjálfstæðisferlið er hafið

Aðspurð hvort áhugi verðandi Bandaríkjaforsenda á Grænlandi hafi áhrif á stöðu Grænlands gagnvart Danmörku svarar Inga Dóra: „Það eru svo mörg mál sem hafa komið upp á síðastið úr fortíðinni sem útskýrir svo margt um stöðuna á Grænlandi í dag. Efnahagslega, félagslega og andlega stöðu okkar sem þjóð.“ Segir hún að Múte B. Egede, formaður landstjórnar Grænlands hafi, í nýársávarpi sínu sagt að ferlið að sjálfstæði Grænlands væri nú hafið með stofnun nefndar sem á að kíkja á málið. Fólk sem fylgst hefur með stjórnmálum á Grænlandi hafi vitað þetta áður en að umheimurinn hafi nú fyrst áttað sig á að ferlið sé farið af stað. „Óbreytt ástand er ekki valkostur. Það verður að gerast eitthvað því við höfum, sem þjóð, þörf á að komast áfram.“ Segir hún stjórnarsamstarf Grænlands og Danmerkur hafa veikst og nefnir sem dæmi ósk Grænlands til ad vera fullir adildarmedlimur i Norðurlandaráðinu, sem dæmi og höfnun thess, sem eitt mál sem líka sýnir hvernig grænlensk yfirvöld óska eftir auknum áhrifum. Yfirlýsing Trump um að hann vildi gera Grænland að ríki Bandaríkjana hafi svo komið ofan á allt þetta. „Þetta sýnir bara að Grænland er miðdepillinn í heiminum út af okkar auðlindum, en auðvitað er þetta líka varnarlegs eðlis en varnarstaða Grænlands fyrir Bandaríkin þýðir líka að við erum skotmark.“    

- Auglýsing -

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -