Ökumaður steypubílsins sem keyrði á Ibrahim Shah Uz-Zaman á Ásvöllum í október 2023 hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi en Vísir greinir frá.
Ibrahim var aðeins átta ára gamall þegar ökumaðurinn keyrði á hann í beygju inn á bílastæði sem liggur milli Ásvallalaugar og íþróttahúss Hauka. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa að bílstjóri hafi ekki átt að beygja þarna inn á svæðið og ekki veitt hjólandi vegfarenda ekki athygli. Þá er talið líklegt að bílstjórinn hafi ekki gefið stefnuljós áður en hann beygði inn á bílastæðið.
Var bílstjórinn að keyra að vinnusvæðið sem var á sama svæði en samkvæmt skýrslunni var aðkoma vinnutækja ekki afmörkuð.
„Í upphaflegri öryggisáætlun fyrir vinnusvæðið, sem unnin var í samráði við Hafnarfjarðarbæ, var aðkoma vinnutækja og umferð óvarinna vegfarenda um syðri hluta Ásvalla ekki afmörkuð, né takmörkuð.“