Gríðarleg ólga er á meðal stjórnenda innan Sýnar vegna niðurskurðar og stjórntaka forstjórans Herdísar Fjeldsted. Miklar aðhaldsaðgerðir eru í gangi á sama tíma og félagið hefur fallið í verði um allt að 30 prósent á einu ári og 37 prósent í tíð Herdísar. Miðað við þann mælikvarða hafa stærstu hluthafarnir tapað milljörðum króna.
Enginn arður
Bylgjan verði Sýn
Fréttastofu lokað
Aðrir sparnaðarliðir sem nefndir eru til að bjarga rekstrinum eru þeir að hætta fréttum á Stöð 2 og leggja niður fréttahluta sjónvarps. Þarna sparast með því að segja upp starfsmönnum sjónvarpsins. Á móti kemur að Vísir og fréttastofan eru nátengd og lokunin myndi veikja vefinn. Hermt er að hvaða leið sem verði farin umun leiða til þess að fréttastofunni verði lokað og Stöð 2 breytt í að vera fyrst og fremst afþreyingarsjónvarp.
Engin leið er að spá fyrir um það hvað stjórn Sýnar gerir til að snúa málum sér í hag. Stærstu hluthafarnir eru sammála um að bregðast við ástandinu með því að skipta fyrirtækinu upp og selja ákveðnar einingar út. Verðmæti Vísis og útvarpsstöðvanna nemur rúmum 7 milljörðum samkvæmt tilboði sem Síminn gerði á sínum tíma. Heimildir Mannlífs herma að stórra tíðinda sé að vænta.
Ég er ennþá starfsmaður
Lykilmenn hafa hætt störfum hjá Sýn undanfarið vegna óánægju með framvinduna og starfshætti forstjórans. Þá liggur í loftinu að fleiri munu hætta á næstunni. Þetta ástand mun vera á borði stjórnarmanna. Mannlíf ræddi við Evu Georgsdóttur, fyrrverandi sjónvarpsstjóra Stöðvar 2, sem hætti nýverið störfum. Hún vildi ekkert tjá sig um framangreint eða samskiptin við forstjórann sem og bar við trúnaði . „Ég er ennþá starfsmaður Sýnar,“ sagði hún og baðst undan svörum.
Ekki náðist í Herdísi forstjóra sem svaraði ekki símtölum Mannlífs.
Gavia Invest ehf. | 45.147.128 | 18,23% |
Gildi – lífeyrissjóður | 39.490.655 | 15,95% |
Reir ehf. | 20.650.000 | 8,34% |
Arion banki hf. | 15.605.216 | 6,30% |
Lífeyrissjóður verzlunarmanna | 13.822.485 | 5,58% |