Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Hollywood brennur – Listi fræga fólksins sem misst hefur heimili sín í vítislogunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fræga fólkið hefur síðustu daga farið á samfélagsmiðla til að tilkynna að heimili þeirra hafi brunnið í vítislogunum, sem hófust fyrr í vikunni, víðs vegar um Los Angeles, þar á meðal í Hollywood.

Hrikalegir skógareldar hafa gleypt fjölda heimila fræga fólksins í Los Angeles, þar á meðal fólks eins og Mark Owen, Paris Hilton og fleiri.

Í fjöldaflutningum hafa þúsundir manna neyðst til að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og yfir 1000 byggingar og mannvirki hafa algjörlega eyðilagst en fjöldi fólks er sagt hafa týnt lífi á hörmulegan hátt nú þegar, í eldsvoða sem Paris Hilton sagði að litu út eins og „helvíti“ á jörðu.

Eldarnir hafa sett vandlega skipulagt verðlaunatímabil Hollywood í uppnám en verðlaunaafhending sem fyrirhuguð er um helgina hefur verið frestað vegna þeirra. AFI verðlaunin, sem áttu að heiðra meðal annars kvikmyndirnar Wicked og Anora, höfðu verið áætluð á föstudaginn.

Hér má sjá lista yfir frægt fólk sem misst hafa heimili sín en listinn er ekki tæmandi.

Paris Hilton

- Auglýsing -

Hótelerfinginn Paris Hilton sagði aðdáendum frá eldunum í yfirlýsingu sem hún hefur deilt á Instagram-reikningi hennar. Hún sagðist hafa orðið algjörlega miður sín þegar hún sá eyðileggingu heimilis hennar við sjávarsíðuna í sjónvarpinu. „Gjörsamlega niðurbrotin að komast að því húsið mitt var brennt til kaldra kola, í beinni útsendingu í sjónvarpinu,“ skrifaði hún í story á Instagram, sem fylgdi myndbandi af eyðileggingunni.

Í lengri færslu útskýrði Paris hvernig „ólýsanleg“ eyðileggingin af völdum eldanna hefði yfirbugað hana, en að hún sé „Þakklát fyrir að fjölskylda mín og gæludýr séu örugg. Ólýsandlega miður mín. Að sitja með fjölskyldunni minni, horfa á fréttir og sjá heimili okkar í Malibu brenna til grunna í beinni útsendingu er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa.“

Hún hélt áfram: „Þetta heimili var þar sem við bjuggum til svo margar dýrmætar minningar. Það er þar sem Phoenix steig sín fyrstu skref og þar sem okkur dreymdi um að byggja upp æviminninga með London. Þó að missirinn sé yfirþyrmandi, er ég þakklát fyrir það að fjölskylda mín og gæludýr eru örugg. Hjarta mitt og bænir fara til allra fjölskyldna sem verða fyrir áhrifum þessara elda. Til alls fólksins sem hefur misst heimili sín, minningar og ástkær gæludýr sín. Ég finn til með þeim sem enn eru í hættu eða syrgja meiriháttar missi. Eyðileggingin er ólýsanleg. Að vita að svo margir eru að vakna í dag án þess staðar sem þeir kölluðu heimilið er sannarlega hryggilegt.“

- Auglýsing -

John Goodman

Heimili Roseanne-leikarans John Goodman hafa verið gjöreyðilagðar þar sem aðeins aska er eftir þar sem það stóð áður. Glæsilegt heimili Goodman brann til kaldra kola og eftir standa aðeins brennd tré og sundlaug. Hægt var að sjá skógareldana nálgast heimili John Goodman þegar leikarinn lét sig hverfa, áður en eldarnir bárust til húseignar hans.

Heimili Goodman eru rústir einar.

Anthony Hopkins

Heimili Hannibal-leikarans Anthony Hopkins hefur gjöreyðilagst í eldinum þar sem aðeins ytri skel er eftir af húseign hans. Hann hafði keypt eignina árið 2019 sem nú eru rústir einar. Undirstöður hússins sjást úr lofti, en meirihluti hússins hefur breyst í ösku. Hinn goðsagnakenndi leikari keypti Pacific Palisade-heimili sitt árið 2019 líkt og segir hér fyrir ofan en það var með hvítum þiljum að utan ásamt múrsteinsstrompum.

Eyðileggingin er gríðarleg á eign Hopkins.

Billy Crystal

Leikarinn Billy Crystal og eiginkona hans Janice hafa nú misst heimili sitt til undanfarinna 46 ára. Í einlægri yfirlýsingu sem PA-fréttastofan sagði frá, sögðu hjónin: „Orð fá ekki lýst hversu gríðarleg eyðileggingin sem við erum að verða vitni að og upplifum er. Janice og ég bjuggum á heimili okkar síðan 1979. Við ólum upp börn okkar og barnabörn hér. Sérhver tomma af okkar húsið var fullt af ást. Fallegar minningar sem ekki er hægt að taka í burtu. Við erum auðvitað miður okkar en með ást barna okkar og vina munum við komast í gegnum þetta.“

Aðeins tennisvöllurinn stendur eftir.

Mynd sýnir kulnaðar leifar heimilis þeirra liggja við hlið tennisvallar þeirra, sem slapp við eldtungurnar. Hið glæsilega heimili leikarans og grínistans í næstum fimm áratugi, var með útsýni yfir gljúfur í Pacific Palisades. Hann keypti fjögurra herbergja, sex baðherbergi 6.793 fermetra eignina fyrir 435.000 dollara árið 1979. Aðeins skel er nú eftir þar sem eignin stóð áður.

Eugene Levy

Eugene Levy, hin stórgóði Schitt’s Creek-leikari, neyddist einnig til að yfirgefa Pacific Palisades-heimili sitt í vikunni þar sem skógareldar æddu um svæðið. Í samtali við LA Times sagði hann: „Reykurinn var þokkalega svartur og rosalegur við Temescal-gljúfrið.“ Eugene bætti við: „Ég gat ekki séð neina loga, en reykurinn var mjög dökkur.“

Mark og Emma Owen

Take That tónlistarmaðurinn Mark Owen neyddist einnig til að flýja heimili sitt. Eiginkona hans fór á Instagram og sagði: „Þakka ykkur fyrir öll skilaboðin ykkar. Ég get ekki alveg skilið hvað gerðist hér, en við erum örugg. Hinir gríðarsterku vindar og vatnsskortur hafa þýtt að eldarnir hafa dreift sér á skelfilegum hraða og tekið mikið af okkar ástkæra svæði með sér. Skólar, heimili, verslanir og hesthús eru öll horfin.

„Við vöknuðum við þyrlur, þykkan svartan reyk, gólandi vindhviður og óvissu um að húsið okkar myndi sleppa. Ég vildi að ég hefði pakkað betur. Jafnvel ef ég hefði bara gripið alla barnaskóna þeirra, þá hefði það verið eitthvað. Svo margir hafa misst allt, gæludýr meðtalin. Og þessu er hvergi nærri lokið. Þrír virkir eldar loga nú í kringum okkur, og það er ekki nóg vatn til að stjórna ástandinu. Flugvélar eru kyrrsettar vegna vinda. Ég er ekki viss um hvert næsta skref okkar er. Núna er ég bara þung og þreytt. Við erum óendanlega þakklát hetjunum hjá @losangelesfiredepartment fyrir allt sem þeir gera á þessum tímum. Þeir vinna sleitulaust að því að bjarga heimilum og mannslífum við skelfilegar aðstæður Við sjáum að loftslagsbreytingar eru raunverulegar og þær eru heimsendalegar.“

Áður en hún var flutt á brott sagði Emma Owen, eiginkona Mark fylgjendum sínum að það væri „ekkert vatn eftir“ og að flugvélar sem höfðu dreift vatni yfir eldana hefðu verið kyrrsettar vegna vaxandi vinda. „Við þurfum á bænum ykkar að halda,“ bætti hún við.

Leighton Meester og Adam Brody

Í átakanlegum nýjum myndum sem nýlega var deilt á netinu sést að heimili Leighton Meester og Adam Brody gjöreyðilagðist í eldsvoðanum, þar sem þakið brann til ösku þegar eldarnir læstu sig í húsinu. Margar rúður brotnuðu og svartan reyk lagði um húsið. Þau keyptu hið stóra heimili fyrir 6,5 milljónir dollara árið 2019 og bjuggu þar með tveimur börnum sínum.

Það innihélt fimm svefnherbergi, sex baðherbergi og þrjár hæðir. Samkvæmt TMZ eyðilagðist heimili Önnu Farris og heimili Spencer og Heidi Pratt einnig í eldunum.

Spencer Pratt og Heidi Montag

Heidi Montag úr The Hills, brotnaði niður þegar hún deildi hrikalegum áhrifum eldsvoðans í Los Angeles. Raunveruleikastjarnan upplýsti að heimili hennar var gjöreyðilagt eftir að gríðarlegur 1.200 hektara eldur kom upp í Palisades-hverfinu á þriðjudagsmorgun. Henni tókst að rýma heimilið með eiginmanni sínum Spencer Pratt og tveimur sonum þeirra fyrr um daginn, en fjölskyldan hefur misst „allt“.

Hræðileg eyðilegging blasir við.

Í nýrri uppfærslu viðurkenndi Heidi að hún að ástandið hafi verið henni „ofviða“ þegar hún reyndi að grípa helstu nauðsynjar fyrir fjölskyldu sína. Heidi reyndi að halda aftur af tárunum þar sem hún viðurkenndi að það væri „blessun“ að hún hafi getað náð einhverju út af heimili sínu. Hún á í erfiðleikum með að sætta sig við tap á eignum þeirra, en fullyrti að hún væri þakklát fyrir að fjölskylda hennar væri örugg.

Tina Knowles

Móðir Beyoncé, Tina Knowles, hefur sagt frá missi heimilis síns í Malibu þar sem hún bauð stuðning sinn. Hún birti mynd af sólsetri frá töfrandi húseign sinni og sagði: „Þetta er það sem ég var að horfa á á afmælisdaginn minn um síðustu helgi úr pínu litla bústaðnum mínum á vatninu í Malibu! Þetta var uppáhaldsstaðurinn minn, helgistaðurinn minn, minn heilagi gleðistaður. Nú er hann horfinn!!“

Bætti hún við: „Guð blessi alla hugrökku mennina og konurnar í slökkviliðinu okkar sem hætta lífi sínu við hættulegar aðstæður. Við þökkum ykkur fyrir hollustu ykkar og hugrekki og fyrir að bjarga svo mörgum mannslífum. Þetta hefði getað verið svo miklu verra án starfa hamfarastarfsmanna og fyrstu viðbragðsaðila.“

Jessica Simpson

Jessica Simpson flúði 22 milljón dollara heimili sitt, sem áður var í eigu Sharon og Ozzy Osbourne, vegna skógareldanna. Söngkonan deildi mynd af þykkum reykskýjum nálgast og sagði: „Við vorum eins lengi og við gátum.“ Hún deildi heimilinu með eiginmanni sínum, fyrrverandi ameríska fótboltamanninum Eric Johnson og þremur börnum þeirra, Maxwell „Maxi“ Drew, 12 ára, Ace Knute, 11 ára, og Birdie Mae, 5 ára.

Sorglegt.

Britney Spears

Poppstjarnan Britney Spears neyddist einnig til að yfirgefa heimili sitt vegna eldanna. Hún upplýsti að hún hefði verið án rafmagns í marga daga þar sem aðdáendur höfðu áhyggjur af þögn hennar á samfélagsmiðlum. „Ég vona að ykkur líði vel!!!,“ sagði Britney. „Ég þurfti að rýma heimilið mitt og ég þarf að keyra í fjóra tíma á hótel!!!“ Hún bætti við: „Ég bið til Guðs að ykkur líði vel og ég sendi ást mína [rauðrósar-tjákn]!!!“

Yolanda Hadid

Móðir Bellu og Gigi Hadid, Yolanda, hefur séð eldinn rífa í gegnum eign sína. Æskuheimili fyrirsætanna fór bókstaflega í bál og brand en Bella tók upp hið átakanlega augnablik er svefnherbergi hennar eyðilagðist. Eignin var reglulega sýnd á Real Housewives of Beverly Hills en Bella sagði einfaldlega við myndskeiðið sem hún birti: „Æskusvefnherbergið,“ með sorglegu andlits-tjákni. Hún birti einnig mynd af eyðilögðu heimilinu að degi til, sem sýndi almennlega hversu miklar skemmdirnar voru.

Skelfilegt ástand.

Chrissy Teigen and John Legend

Fyrirsætan Chrissy Teigen sagði frá því í tilfinningaþrunginn hátt að hún væri að pakka niður til að rýma heimili sitt sem hún á með eiginmanninum John Legend. Hún birti mynd af sér þegar hún fyllti stóran svartan poka um leið og hún sagði: „Þetta er súrrealískt.“ Chrissy sagðist vera „mjög hrædd“.

Teagan og Legend þurftu að flýja heimili sitt.

John C. Reilly

Heimili Step Brothers-leikarans John C. Reilly hefur breyst í ösku eftir skógarelda á lóð hans. Myndir hafa sýnt að hið stóra heimili leikarans er orðið alveg flatt eftir eldsvoðann. John hefur enn ekki tjáð sig um þessar hrikalegu fréttir.

Ricki Lake

Sjónvarpskonan og leikkonan Ricki Lake deildi þeim átakanlegu fréttum að hún missti einnig heimili sitt. Samhliða myndum af töfrandi húseigninni sagði Ricki: „Það er allt farið. Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þessi orð. Eftir hugrakka viðleitni vinar okkar og hetju @kirbykotler_ , misstum við Ross draumaheimilið okkar. Þessi lýsing „draumaheimili“ dugar ekki. Þetta var himnaríki okkar á jörðu. Staðurinn þar sem við ætluðum að eldast saman. Við tókum aldrei okkar himneska blett með útsýni yfir okkar ástkæra Malibu sem sjálfsögðum hlut, ekki einu sinni í eina sekúndu. Ég deildi sólseturssýn okkar næstum daglega með ykkur öllum. Missirinn er ómælandlegur. Þetta er staðurinn þar sem við giftum okkur fyrir 3 árum. Ég syrgi ásamt öllum þeim sem þjást á þessum heimsendaviðburði. Bið fyrir öllum nágrönnum mínum, vinum mínum, samfélaginu mínu, dýrunum, slökkviliðsmönnunum og viðbragðsaðilum. Mun deila meira fljótlega um það hvernig við sluppum með Dolly og ekki mikið annað. Í bili syrgi ég.“

Jennifer Grey

Dóttir Dirty Dancing-leikkonunnar Jennifer Grey sagði að heimili mömmu hennar hefði „brunnið til grunna“. Stella Gregg fullvissaði fylgjendur sína um að Jennifer og hundurinn hennar Winnie væru örugg. Hún bætti við: „Gefðu ástvinum þínum aukaknús í dag.“

Jennifer og hundurinn hennar eru sem betur fer örugg.

James Woods

Leikarinn James Woods sagði frá því að hann þurfti að yfirgefa heimili sitt og sendi frá sér þakklætisvott. Hann sagði: „Til alls frábæra fólksins sem hefur haft samband, takk fyrir að hafa svona áhyggjur. Bara að láta ykkur vita að okkur tókst að rýma með góðum árangri. Ég veit ekki í augnablikinu hvort heimili okkar stendur enn, en því miður sluppu ekki hús við litlu götuna okkar.“

Því miður sagði James síðar að heimili hans hefði tapast í eldinum. Hann sagði: „Einn daginn ertu að synda í lauginni, daginn eftir er allt horfið.“

Bryan Greenberg and Jamie Chung

One Tree Hill-stjarnan Bryan Greenberg og leikkonan Jamie Chung lýstu í smáatriðum eyðilegginguna sem olli heimili þeirra. Á dramatískri mynd sem birt var sést aðeins aska þar sem eign þeirra stóð eitt sinn. Bryan sagði: „Þetta var allt draumur. Sem betur fer er fjölskyldan örugg. Þakkir til allra slökkviliðsmanna sem hætta lífi sínu. Verið öruggir þarna úti.“

Allt farið

Kate Beckinsale

Leikkonan Kate Beckinsale syrgði hverfið sem hafði spilaði stóran þátt í lífi hennar. Kaste deildi myndum af skógareldinum og sagði: „Ég og dóttir mín bjuggum þar mestan hluta æsku hennar og megnið af æskuhverfi hennar er horfið. Grunnskólinn hennar, allar búðir eða veitingastaðir sem við fórum í með foreldrum mínum og foreldrum Michaels, og það sem er hrikalegast, heimili flestra vina hennar eru ónýt. Hjarta mitt er í molum. Pacific Palisades er samfélag sem er mjög óvenjulegt að finna í Los Angeles, fullt yfir fjölskyldum með ung börn og gæludýr. Ég græt yfir öllu fólkinu og gæludýrunum sem hafa orðið fyrir þessu, en ég þekki svo mörg þeirra. Hjarta mitt brestur vegna fjölskyldna sem hafa misst allt, og fólkið og dýrin þeirra, svo ekki sé minnst á hestana og öll villtu dýrin, fyrirtæki og lífsviðurværi fólks. Þetta er alveg eins og helvíti. Ef einhver í þorpinu þarf skjól og er ekki ennþá með númer fyrir mig, vinsamlegast hafðu samband við mig á Instagram.“

Mandy Moore

Söng- og leikkonan Mandy Moore neyddist til að yfirgefa heimili sitt og er nú „algerlega dofin“ eftir að hafa séð eyðilegginguna í heimabæ hennar. Hún sagði: „Þakklát fyrir góðvild vina sem varð til þess að við áttum stað til að fara á í gærkvöldi. Reyni að verja krakkana fyrir gríðarlegri sorg og áhyggjum sem ég finn fyrir. Bið fyrir öllum í fallegu borginni okkar. Svo miður mín yfir eyðileggingunni og missinum. Veit ekki hvort heimili okkar hafi sloppið.“

Elsku börnin.

Mandy bætti við: „Ég er í áfalli og er dofin yfir öllu því sem svo margir hafa misst, þar á meðal fjölskylda mín. Skóli barnanna minna er horfinn. Uppáhalds veitingastaðirnir okkar hafa brunnið til grunna. Svo margir vinir og ástvinir hafa misst allt líka. Samfélagið okkar er niðurbrotið en við munum vera hér til að byggja allt upp aftur saman. Sendi ást til allra sem verða fyrir áhrifum eldanna og eru í fremstu víglínu að reyna að ná stjórn á þessu.“

Mark Hamill

Stjörnustríðsgoðsögnin Mark Hamill gaf „persónulega elduppfærslu“ þegar hann upplýsti að hann hefði verið fluttur á brott með eiginkonu Marilou og hundi þeirra Trixie. Hann upplýsti að hann væri kominn heilu og höldnu heim til dóttur sinnar Chelsea í Hollywood og hvatti alla til að „vera öruggir“. Hann sagði að þetta væru „hræðilegustu eldarnir síðan ’93,“ og að fjölskylda hans hefði verið „á flótta fyrir líf okkar“.

Jamie Lee Curtis

Jamie Lee Curtis sagði að allt hverfið hennar væri „farið“. Þó að heimili hennar hafi ekki orðið fyrir áhrifum af eldunum, sendi Jamie út skilaboð: „Elskulega hverfið okkar er farið. Heimilið okkar er öruggt. Svo margir aðrir hafa misst allt. Hjálpið eins og þið getið. Þakkir til viðbragðsaðila og slökkviliðsmannanna. @americanredcross.“

Jennifer Love Hewitt

Leikkonan Jennifer Love Hewitt sagði: „Ég á ekki til orð. Aðeins bænir og held í eins mikla von og ég get fyrir heimilið okkar og börnin okkar á meðan við horfum á allt brenna. Þakkir til allra viðbragðsaðilanna sem berjast svo hart fyrir okkur öll. Þakkir til allra vinanna sem höfðu samband og nýrrar manneskju sem ég hef grátandi knúsað síðasta sólarhringinn.“

Börn Travis Barker

Börn Travis Barker, Alabama og Landon, sem hann á með fyrrverandi konu sinni Shanna Moakler, þurftu að rýma heimili sitt. Landon sagðist vera að „biðja“ fyrir öllum sem verða fyrir áhrifum eldanna á meðan systir hans Alabama hvatti fylgjendur sína til að „vera öruggir“.

Börn tónlistarmannsins eru örugg.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -