Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Logi vill halda áfram að styrkja einkarekna fjölmiðla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Már Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, lagði fram á ríkisstjórnarfundi í morgun minnisblað um stuðning til einkarekna fjölmiðla en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Hann hafi þar með upplýst ríkisstjórnina um áform sín um að leggja fram frumvarp um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla með það að markmiði að viðhalda fyrirsjáanleika í rekstri einkarekinna fjölmiðla og tryggja að þeir geti sinnt lýðræðishlutverki sínu. Árið 2024 fengu íslenskir fjölmiðlar 550 milljónir í fjölmiðlastyrk en Árvakur hf. og Sýn hf. fengu hæstu styrkina og voru þeir upp á 123.898.018 krónur.

Frumvarpið mun taka óbreytt upp þau ákvæði sem féllu úr gildi um áramótin og er ráðgert að gildistími frumvarpsins verði eitt ár og er það að fullu fjármagnað í fjárlögum þessa árs.

„Vinna er hafin við endurskoðun á kerfinu og tekur hún meðal annars tillit til þeirra athugasemda sem gerðar hafa verið og af vinnu við fjölmiðlastefnu og einstakra þátta hennar en stefnt er að því að leggja fram þingsályktunartillögu á vorþingi sem mælir fyrir um fjölmiðlastefnu. Vinna við endurskoðun á stuðningskerfi einkarekinna fjölmiðla tekur mið af því að frumvarp þess efnis verði á þingmálaskrá næsta vetrar.“

Mannlíf er í eigu Sameinaða útgáfufélagið ehf.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -