Félagið Ísland-Palestína boðar samstöðugöngu með palestínsku þjóðinni í dag klukkan 14:00.
Gengið verður frá Hlemmi að Austurvelli í samstöðu með palestínsku þjóðinni og þess krafist að nýja ríkisstjórnin efni gefin loforð og grípi til aðgerða gegn þjóðarmorði Ísraels í Palestínu. Á Austurvelli verður síðan samstöðu- og kröfufundur.
Í viðburðarlýsingu Félagsins Ísland-Palestína segir eftirfarandi:
„Í baráttunni gegn þjóðarmorðinu höfum við öll hlutverk. Íslenskur almenningur og kjósendur hafa staðið við sitt síðustu mánuði, m.a. þegar við kusum flokka í ríkisstjórn sem sögðu í nýyfirstaðinni kosningabaráttu að Ísrael væri að fremja Þjóðarmorð í Palestínu, styðja ætti kæru Suður-Afríku gegn Ísraelsríki fyrir Alþjóðadómstólnum og setja á viðskiptaþvinganir gegn Ísrael. Bæði flokkur utanríkisráðherra og forsætisráðherra lýstu þessu yfir í kosningabaráttunni. Nú er komið að því að efna gefin loforð!
Við krefjumst réttlætis og frelsis fyrir Palestínu!
Fjölmennum og þrýstum á nýja ríkisstjórn að efna gefin loforð og grípa til aðgerða!“