Tilkynnt um drukkinn aðila sem var til ama inni í matstofu. Hinum drukkna var vísað á brott.
Óskað var aðstoðar lögreglu vegna hótana og eineltis þar sem málsaðilar eru báðir á unglingsaldri. Málið til rannsóknar í samvinnu við barnavernd.
Par í annarlegu ástandi kom sér haganlega fyrir í anddyri fjölbýlishúss. Parið var horfið er lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt um óvelkomna konu á veitingastað, sem var búin að koma sér fyrir inni í geymslurými, sem reyndist vera heimilislaus. Hún gekk leiðar sinnar þá lögregla kom á vettvang.
Þjófur lér greipar sópa á Hóteli. Málið er til rannsóknar.
Ökumaður stöðvaður eftir að hafa verið mældur á 66 kílómetra hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 30 kílómetrar. Hann var sviptur ökuréttindum í þrjá mánu’ði vegna hraðakstursins. Ökumaður er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn aus að lokinni blóðsýnatöku.
Lögregla í tvígang kölluð til vegna grunsamlegra mannaferða. Annarsvegar fyrir utan verslunarkjarna og í hinu tilvikinu fyrir utan heimahús. Aðskilin tilfelli. Í báðum tilfvikum var tilkynnt um aðila vera að taka í hurðahúna.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku.
Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðaróhapps þar sem bifreið var ekið utan í aðra. Tjónvaldur var sagður ógnandi í hegðun og lét sig svo hverfa af vettvangi. Málið til rannsóknar.
Tilkynnt um eld í ruslatunnu utan við leikskóla. Eldurinn var að dreifa sér í nærliggjandi grindverk. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn. Tjón varð á grindverkinu sem og ruslatunnunum eftir brunann.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera réttindalaus. Hann var laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri grunaðir um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.
Kallað var eftir lögreglu vegna öskurs úr íbúð í heimahúsi sem vöktu ugg meðal nágranna. Er lögregla kom á vettvang og ræddi við húsráðanda reyndist sá hafa verið að horfa á fótbolta og verið að hvetja lið sitt af mikilli innlifun svo að hrópin heyrðust í næstu íbúðir.
Ökumaður stöðvaður í akstri grunaður um akstur undir áhrifum ávana og fíkniefna. Reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum. Laus að lokinni blóðsýnatöku.