Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er greint því að saxaðar döðlur frá fyrirtækinu Til hamingju hafi verið innkallaðar og eru þær sagðar möguleg skemmdar og því óhæfar til neyslu en kvartanir hafa borist um vonda lykt/bragð af döðlunum.
Fyrirtækið Nathan & Olsen sér um innköllun þeirra.
Döðlunum var dreift í: Aðföng (Bónus og Hagkaup), Verslunin Einar Ólafsson, Fjarðarkaup, Heimkaup, Hlíðarkaup, Hraðkaup Hellisandi, Kaupfélag Skagfirðinga, Kauptún, Krónan, Bláfell, Melabúðin, Smáalind, Verslunin Álfheimar, Verslunin Kassinn.
Um er að ræða vöru sem er með geymsluþol til 06.2025, 08.2025, 10.2025 og 5690595095496 á strikamerki. Neytendur eru beðnir um að farga döðlunum eða skila þeim til Nathan & Olsen.
Hægt er að sjá nánari upplýsingar um málið á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins.