Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. Þóra hefur starfað hjá Sýn undanfarin tíu ár.
„Þessi ákvörðun var síður en svo auðveld, en það er mín sannfæring að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímamótum. Maður minn, hvað það hefur verið gaman!“ segir Þóra um málið. „Nú þegar ég klára mína síðustu mánuði hjá Sýn horfi ég björtum augum fram á veginn og efast ekki um að spennandi tækifæri leynist handan við hornið.“
Þóra er þriðja manneskjan sem greinir frá uppsögn sinni á stuttum tíma hjá Stöð 2 en Eva Georgs. Ásudóttir sjónvarpsstjóri og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir dagskrárgerðarmaður hafa einnig sagt upp störfum á árinu. Sigrún Ósk auglýsti eftir vinnu í sömu andrá og hún sagði upp störfum.
Talið er uppsagnirnar tengist stjórnháttum Herdísar Drafnar Fjersted, forstjóra Sýnar.