Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Veitingastaður rukkar 17 þúsund krónur fyrir ananaspítsu: „Ég algjörlega fyrirlít ananas“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rökræður um ágæti ananas á pítsum hafa á undanförnum áratug verið eitt af aðalumræðuefnum matreiðsluheiminum en pítsustaður í Norwich í Bretlandi hefur tekið mjög óvenjulega afstöðu í máli.

Pítsustaðurinn, sem heitir Lupa pizza, hefur ákveðið að bjóða upp á möguleikann að panta flatböku með ananas áleggi en kostar sú pítsa rúmar 17 þúsund krónur. „Ég algjörlega fyrirlít ananas á pítsu,“ sagði Francis Wolf, meðeigandi Lupa pizza, í viðtali við The Guardian um viðbótina á matseðlinum. Undir það tekur Quin Jianoran, yfirkokkur staðarins.

„Ég elska Piña colada en ananas á pítsu? Aldrei. Ég myndi frekar setja helvítis jarðarber á pítsu en þetta hitabeltiskjaftæði,“ lét hann hafa eftir sér. Samkvæmt könnun sem gerð var í Bretlandi árið 2017 þykja 84% Breta pítsur góðar og 82% segja sama um ananas. Hins vegar sögðu aðeins 53% að þetta tvennt ætti vel saman.

Frægt er þegar Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, sagði árið 2017 í við nemendur í Menntaskólanum á Akureyri að ef hann hefði vald til þess að banna að fólk setti ananas á pítsur þá myndi hann gera það.

Hawaiian Pizza

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -