Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Súfistinn lokar eftir 30 ára rekstur: „Nú er komið að leiðarlokum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kaffihúsið Súfistinn í Hafnarfirði lokar fyrir fullt og allt föstudaginn 17. janúar. Þar með líkur 30 ára starfsemi kaffihússins.

Eigendur Súfistans tilkynntu í gær að rekstri kaffihússins yrði hætt þann 17. janúar en hjónin Birgir Finnbogason og Hrafnhildur Blomsterberg stofnuðu Súfistann árið 1994. Síðustu árin hefur kaffishúsið verið rekið af dætrum hjónanna en Súfistinn hefur verið í sama húsi öll árin.

Laugardaginn 18. janúar verður opið hús í Súfistanum þar sem gestir geta komið og kvatt eigendurnar og kaffihúsið og fengið sér síðustu kaffibollana.

Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:

Kaffihúsið Súfistinn var stofnað árið 1994 af hjónunum Birgi Finnbogasyni og Hrafnhildi Blomsterberg og hefur verið rekinn af þeim og fjölskyldu þeirra frá upphafi. Súfistinn fagnaði 30 ára afmæli sínu í sumar en hann hefur alla tíð verið staðsettur í einu elsta steinhúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 9.

Nú er komið að leiðarlokum í rekstri Súfistans. Birgir og Hrafnhildur stofnuðu staðinn með tvær ungar dætur sem báðar hafa tekið virkan þátt í rekstrinum í gegnum tíðina. Valgerður, eldri dóttirin, kom mikið að rekstrinum fyrr á árum en síðastliðin ár hefur yngri dóttirin, Hjördís, séð um allan almennan rekstur Súfistans. Barnabörnin hafa alist upp og unnið á Súfistanum og eiga margar góðar minningar frá staðnum og dyggum viðskiptavinum hans. Nú ætlar fjölskyldan að snúa sér að öðrum verkefnum.

- Auglýsing -

Súfistinn lokar því dyrum sínum fyrir viðskipti fyrir fullt og allt í lok dags föstudaginn 17. janúar eftir 30 ára ævintýri.

Laugardaginn 18. janúar verður opið hús fyrir alla viðskiptavini Súfstans milli kl. 13:00 og 18:00 þar sem heitt verður á könnunni og viðskiptavinir geta hist, kvatt staðinn, eigendur og starfsfólk.

Þann dag mun Halldór Árni Sveinsson opna málverkasýningu með nýjum verkum frá Hellisgerði sem hann málaði sérstaklega fyrir veggi Súfistans. Sýningin verður aðgengileg út janúar. Tímasetningar koma síðar.

- Auglýsing -

Við fjölskyldan göngum stolt frá þessu 30 ára starfi okkar og þökkum fyrir allar góðar samverustundir.

Hjartans kveðjur,

Birgir, Hrafnhildur, Hjördís, Steinarr, Valgerður, Davíð Smári og barnabörn.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -