Að minnsta kosti 24 Palestínumenn hafa verið drepnir frá dögun á miðsvæði Gaza en um er að ræða fordæmalausa stigmögnun loftárása.
Fréttamenn á vegum Al Jazeera segjast hafa séð lík fyrir framan Al-Aqsa sjúkrahúsið og að mikill ótti hafi verið í andlitum ættingja og samstarfsmanna þeirra sem hafa komið í dag til að syrgja hina látnu. Mæður sjást gráta börn sín.
Í frétt Al Jazeera segir að þetta sé kunnuleg sjón sem sést á hverjum einasta degi fyrir framan spítalann en staðurinn er orðinn að grafreit fyrir fólk sem hefur verið drepið af Ísraelsher.
Umfang eyðileggingarinnar er með eindæmum. Herinn er sagður einbeita sér að því að miða á íbúðarhús, sérstaklega á svæðum sem eru opinberlega flokkuð sem örugg mannúðarsvæði.
Drónahljóð gnæfa yfir jarðarfarirnar á meðan ómur stórskotaárása sem halda áfram að dynja á íbúðarhverfi í austurhluta Deir el-Balah, bergmála um allt.
Nokkur óstöðugleiki ríkir í norðurhluta Gaza þar sem óbreyttir borgarar halda áfram að tilkynna árásir með engan aðdraganda.
Ísraelski herinn heldur áfram að auka árásir á borgaralegar samkomur, íbúðarhúsnæði og alla sem reyna að hafa einhvers konar eðlilegt ástand.