Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Peningaskáp Harðar stolið með lyftara: „Mér finnst þetta svo fáránlegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Herði Hilmarssyni var alls ekki skemmt árið 1996 þegar þrjótar stálu peningaskáp hans en DV greindi frá málinu.

Forsaga málsins er sú að peningaskápurinn hafði staðið fyrir framan verkstæði Harðar í nokkra daga en lyftari hans var bilaður og gat hann því ekki komið skápnum fyrir á réttum stað. Dag einn árið 1996 mætti Hörður til vinnu og þá var skápurinn horfinn en hann var tæplega 700 kíló að þyngd.

„Mér finnst þetta bara fáránlegt og skil þetta ekki enn. Ég get ekki ímyndað mér hvað hefur vakað fyrir þeim sem tók skápinn því það hljóta allir að sjá að maður geymir ekki verðmæti í skáp sem stendur utandyra,“ sagði Hörður við DV um þjófnaðinn.

Mögulega hrekkur

Eftir nokkra leit fannst þó skápurinn í frystihúsi í bænum og hafði verið komið fyrir í kassageymslu þessu og því ljóst að einhver með aðgang að lyftara hafi komið honum þar fyrir. Það hafi hins vegar margir starfsmenn staðarins haft lykil að lyftara svo það reyndist ómögulegt að vita hver bar ábyrgð á þjófnaðinum.

„Kannski hefur einhver ætlað að gera at í mér og þótt þetta fyndið. Mér er hins vegar ekki skemmt og ég er eiginlega ekki enn búinn að átta mig á þessu. Mér finnst þetta svo fáránlegt,“ sagði Hörður en að sögn hans voru aðeins ómerkileg persónuleg skjöl í skápnum.

Lyftara þurfti til að sækja skápinn í geymsluna og var honum komið fyrir inn á verkstæði Harðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -