Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Brottvísun Emmu litlu frestað fram yfir aðgerð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Búið er að fresta brottvísun Emmu litlu, þriggja ára stúlku frá Venesúela, fram yfir mjaðmaliðhlaupsaðgerðar. Vísir segir frá málinu.

Fjölskylda Emmu fékk upprunalega synjun um dvalarleyfi frá kærunefnd útlendingamála í nóvember en þau koma frá Venesúela. Lögmaður fjölskyldunnar, Jón Sigurðsson, sótti þá um leyfi frá Útlendingastofnun svo að fjölskyldan fengi dvalarleyfi á landinu þar til Emma kæmist í bráðnauðsynlega skurðaðgerð.

Sjá einnig: Stjórn Solaris fordæmir fyrirhugaða brottvísun á Emmu og skorar á ráðherra að beita sér

Að ráði íslenskra lækna, hafði Emma litla farið í skurðaðgerð þar sem fótleggurinn var festur við mjaðmagrindina og málmplötu komið þar fyrir. Þann 10. febrúar næstkomandi stóð til að fjarlægja málmplötuna en til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi á morgun. Fjölskyldan sýndi samstarfsvilja og sótti um aðstoð við sjálfviljuga heimför en báðu um frestun á heimför þar til aðgerðin væri yfirstaðin. Á það féllst Útlendingastofnun hins vegar ekki á og var beiðninni endanlega hafnað í gær.

Degi síðar hefur svo orðið viðsnúningur í málinu en fjölskyldunni barst bréf upp úr klukkan þrjú í dag þar sem þeim var tilkynnt að brottvísuninni yrði frestað fram yfir aðgerðina. Var beiðni um frestunina samþykkt á grundvelli framlags læknisvottorðs.

„Ég fékk nýtt vottorð í dag frá lækninum sem hefur verið að sinna stelpunni, framkvæmdi aðgerðina og kemur til með framkvæma næstu aðgerð. Eftir að það barst sendi ég inn nýja beiðni um frestun á þessu og það var samþykkt,“ segir Jón Sigurðsson, lögmaður hjá Landlögmönnum í samtali við Vísi. Bætti hann við: „Þau vísa í þetta vottorð þannig að það skiptir greinilega máli,“ segir hann.

- Auglýsing -

Aðspurðu hvort einhver dagsetning sé á brottvísuninni svarar Jón því til að það sé óskýrt:

„Það er ekki skýrt. En mér finnst mega ætla það út frá þessu svari að það sé miðað við þessa aðgerð og væntanlega einhverja eftirfylgni. Hún verður ekki send úr landi nýbúin úr aðgerð. Við erum að tala um einhvern tímann eftir 10. febrúar,“ segir Jón. Um næstu skref fjölskyldunnar segir Jón: „Eins og staðan er núna þá er fjölskyldan glöð að komast í þessa aðgerð og fókusinn er á því.“ 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -