Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Gríðarlegur áhugi á hvarfi Okjökuls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ok er fyrsti nafnkunni jökullinn til að missa titil sinn. Á næstu 200 árum er talið að allir jöklar landsins fari sömu leið. Þetta minnismerki er til vitnis um að við vitum hvað er að gerast og hvað þarf að gera. Aðeins þú veist hvort við gerðum eitthvað.“

Þetta eru skilaboðin á minnisvarða sem settur verður upp þar sem jökullinn Ok stóð áður, en árið 2014 var greint frá því að Ok teldist ekki lengur til jökla þar eð hann uppfyllti ekki lengur skilyrði þess. Hópur bandarískra vísindamanna mun koma minnisvarðanum fyrir í leiðangri þann 18. ágúst.

Leiðangurinn og afdrif Oks hafa vakið athygli fjölmiðla víða um heim og hefur verið fjallað um málið í mörgum af helstu fjölmiðlum heims. Segist Oddur Sigurðsson, jöklasérfræðingur á Veðurstofu Íslands, hafa fengið vel á annan tug fyrirspurna frá erlendum fjölmiðlum undanfarna daga, meðal annars frá Washington Post, Der Spiegel og franska ríkissjónvarpinu. Er búist við að fjölmargir erlendir fjölmiðlar fylgi bandarísku vísindamönnunum í leiðangurinn.

Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að verða svona þykkur og þungur. Núna er ísinn aðeins um 15 m þykkur og flatarmálið langt innan við 1 ferkílómetri.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -