Fimmtudagur 16. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Íbúar Gaza óttast auknar árásir fram að vopnahléi – Minnst 30 drepnir síðasta sólarhring

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúar Gaza óttast auknar árásir Ísraela næstu tvo sólarhringa en þann 19. janúar tekur langþráð vopnahlé gildi á milli Ísraela og Hamas.

Samkvæmt Al Jazeera ríkir blanda af varkárum létti, von og langvarandi sorg meðal Gaza-búa. Palestínumönnum er ljóst að samningurinn taki gildi næsta sunnudag. Það þýðir að enn eru tveir dagar í frið, sem Palestínumenn búast við að verði fullir af loftárásum og stigmögnun árása, og það hófst í morgun þegar samkomulagið var tilkynnt af embættismönnum Katar.

Frá því snemma í morgun sáust ísraelskir dróna og orrustuþotur brjóta hljóðmúrinn og framleiða hljóðbylgjur sem skelfdu alla á jörðu niðri. Óbreyttir borgarar eru enn lafandi hræddir við auknar árásir á Gaza-ströndinni.

Á síðasta sólarhring hefur meira en 30 Palestínumenn verið drepnir í aðskildum loftárásum á íbúðarhús og samkomur borgara á svæðinu. Óbreyttir borgarar eru að reyna að gera miklar varúðarráðstafanir með því að forðast að vera á opnum svæðum eða svæðum sem gætu á einhvern hátt verið hættuleg.

Samkvæmt Al Jazeera segja Gazabúar að þeir krítísku tímar sem nú líða fram á sunnudag, gætu þróast í neikvæða átt sem gæti jafnvel haft slæm áhrif á gang vopnahlésins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -