Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

„Erum við svo komin á Íslandi að við þekkjum ekki annað en peningalykt?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stefán Ómar Stefánsson van Hagen spyr hvort Íslendingar þekki ekki annað en peningalykt.

Stefán Ómar, sem er uppalinn Seyðfirðingur búsettur í Kaupmannahöfn, skrifaði færslu á Facebook þar sem hann talar um mismunandi gæði laxa, eftir því hvort um sé að ræða villta laxa eða þá sem koma úr „drullugum kvíum“.

Stefán Ómar.
Ljósmynd: Facebook

„Hjá Birni í Brekkukoti í annál Halldórs Laxness kostaði fiskurinn alltaf það sama, hvernig sem framboði annars var háttað. Þannig var þegar lítið var framboð og fiskur dýr var hann ódýrari hjá Birni, en þegar vel gafst og mikið framboð var og verð á markaði lækkaði, var hann dýrari hjá Birni. Þeir sem versluðu við hann héldu því þó áfram, enda voru gæði fisksins hans talin öllu betri en hjá stórútgerðinni.

Þetta er skrifað 1956.“ Þannig hefst færsla Stefáns Ómars en næsta setning undirstrikar meginmál færslunnar: „Lax úr eldi er mun síðri vara en villtur lax. En það virðast mannréttindi nú til dags að fá lax á diskinn sinn.“

Því næst segir Stefán Ómar það sama gilda um lambakjöt:

„Einnig elska Íslendingar lambakjötið sitt. Og það er hvergi betra. Satt best að segja fékk ég guðdómlegt lamb í Suður-Afríku á 29 ára afmælinu mínu, 2012. Það er lamb sem hefur gengið á fjöllum, nánast villt eins og heima. Og auðvitað væri lamb sem væri alið í búri á korni og fæðubótaefni mun síðra en lambið sem beit fjallagrös allt sumarið. Og í annarri Laxness-sögu er sagt að rollur sem ganga í fjörunum bragðist mun verr en þær af fjöllum, þarabragðið.“

Að lokum spyr Stefán Ómar áleitinna spurninga:

„Erum við svo komin á Íslandi að við þekkjum ekki annað en peningalykt? Og er okkur sama um gæði þeirrar vöru sem við leggjum okkur til matar? Eða viljum við kaupa hjá Birni í Brekkukoti og hans fólki, ferskan villtan fisk úr alvöru sjó, frekar en úr drullugum kvíum?“

Ríflega 6.000 manns hafa skrifað nafn sitt við undirskriftarlista gegn sjókvíaeldi á Seyðisfirði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -