Fimmtudagur 16. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Dagur kveður samstarfsfólk sitt hjá borginni: „Ég stíg stoltur frá borði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Á afmælisdaginn minn, 19. júní 2003, var þessi alvarlegi gaur til vinstri – ég – kosinn í fyrsta skipti inn í borgaráð sem aðalmaður. Þetta reyndist frábært tækifæri því í gegnum fundi borgarráðs er hægt að öðlast yfirsýn og innsýn í öll málefni borgarinnar og tækifæri til að hafa bein áhrif á þróun hennar og allar lykilákvarðanir. Í borgarráði hef ég síðan setið sem aðalmaður, formaður eða borgarstjóri óslitið allar götur síðan. Þar til í dag. Í morgun sat ég sum sé minn síðasta borgarráðsfund.“ Þannig hefst Facebook-færsla sem Dagur B. Eggertsson birti fyrir stundu en hann tekur senn sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna. Athygli hefur vakið að enn sem komið er hafi Dagur ekki fengið neina ábyrgðarstöðu hjá flokknum, þrátt fyrir að hafa gengt embætti borgarstjóra um árabil. Færslan hélt áfram:

„Það þarf ekki að hafa mörg orð um það Reykjavík hefur tekið algerum stakkaskiptum á þessum tíma – og eflst hvert og hvar sem litið er. Um það hef ég reyndar skrifað heila bók, Nýju Reykjavík, og ætla ekki að orðlengja hér að sinni.“

Að lokum þakkar Dagur samstarfsfólki sínu í borgarráði fyrir „einstakt samstarf“.

„Ég vil hins vegar þakka öllu mína frábæra samstarfsfólki í borgarráði gegnum árin kærlega fyrir einstakt samstarf. Og þar geri ég ekki greinarmun á borgarfulltrúum, hinu einstaka starfsfólki borgarinnar og borgarráðs eða ótölulegum fjölda samstarfsaðila. Ég stíg stoltur frá borði í borgarráði og angurværi gaurinn – ég – til hægri, þakkar fyrir sig!

Á þriðjudaginn tekur svo borgarstjórn fyrir lausnarbeiðni mína vegna fyrirhugaðrar þingsetu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -