Yfirvöld í Simbabve hafa áhyggjur af aukni umgegni villtra dýra og mannfólks í landinu en átta einstaklingar hafa verið drepnir af krókódílum þar í landi á undanförnum tveimur mánuðum.
„Undanfarna tvo mánuði höfum við fengið meira en 20 tilkynningar þar sem átta manns létust og þrír slösuðust alvarlega,“ sagði Tinashe Farawo, talsmaður yfirvalda, við fjölmiðla í landinu en flestar tilkynningarnar kom frá suðaustur Lowveld og Zambezi. Hann hvetur almenning í landinu til að fara mjög varlega þar sem á þeim svæðum sem villt dýr halda mikið til.
Á undanförnum fimm árum hafa villt dýr drepið yfir 300 manns í Simbabve og hafa sumir í landinu kalla eftir því að fjölskyldur þeirra fái bætur frá ríkinu. Umhverfismálaráðherra landsins hefur hins vegar tekið fyrir slíkar hugmyndir.
Þá hafa krókódílar einnig gert bændum lífið leitt en þeir hafa verið að borða búfénað þeirra. „Til að minnka líkurnar á átökum við krókódíla ætti ekki skilja búfénað eftir eftirlitslaust nálægt ám og stöðuvötnum,“ sagði Farawo.