Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Minigarðurinn auglýsir ólöglega veðmálasíðu: „Fíkn er víða“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mörgum gestum Minigarðarins sem ætluðu að horfa á landsleik Íslands við Grænhöfðaeyjar í gær brá heldur betur þegar þeir löbbuðu inn á veitingastaðinn en fjölmargar auglýsingar fyrir erlent veðmálafyrirtæki hengju uppi á veggjum og var ómögulegt að horfa á breiðtjöld staðarins án þess að horfa á auglýsingu frá fyrirtækinu í leiðinni. Fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi á Íslandi og er ólöglegt að auglýsa starfsemi þess á Íslandi.

Auk þess að auglýsa á veggjum staðarins voru fjórir einstaklingar sem versluðu við Minigarðinn dregnir út í hálfleik landsleiksins og gafst þeim tækifæri til að vinna 100 þúsund króna inneign hjá veðmálafyrirtækinu. Meðal gesta staðarins voru börn og má hóflega meta fjölda þeirra á annan tug.

Mannlíf sendi fyrirspurn á Sigmar Vilhjálmsson, aðaleiganda Minigarðarsins, til að spyrjast fyrir um auglýsingarnar.

Búið að draga úr auglýsingunum

„Varðandi fullyrðingar þínar um að starfsemi [nafn fyrirtækis] sé ekki leyfð, þá er það rangt. [Nafn fyrirtækis] er eistneskt fyrirtæki sem vinnur á alþjóðamarkaði og er ekki ólöglegt hér á landi,“ sagði Sigmar í skriflegu svari til Mannlífs. Rétt er að taka fram að fyrirtækið hefur ekki starfsleyfi á Íslandi samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði. Þá segir í lögum að ekki sé leyfilegt að auglýsa veðmálafyrirtæki sem hafa ekki starfsleyfi á Íslandi og skiptir ekki máli hvort fyrirtækið sé íslenskt eða erlent.

„Samstarf okkar við þá byggist á því að við erum með leik í Minigarðinum yfir stórum kappleikjum, þar sem við drögum út viðskiptavini á staðnum sem fá tækifæri á að því að pútta holu í höggi í minigolfinu okkar og takist það, þá gefur [nafn fyrirtækis] 100.000 kr. Inneign. Viðskiptavinum er frjálst að taka þátt í þessu eða ekki. Minigarðurinn hefur ekki auglýst þennan leik og ekki auglýst [nafn fyrirtækis] með neinum auglýsingum. Hins vegar voru settar upp merkingar frá [nafn fyrirtækis] fyrir leik Íslands í gær í  Minigarðinum, sem persónulega mér fannst of margar og miklar. Búið er að gera breytingar á þeim merkingum og dregið hefur verið úr þeim nú þegar, vill svo til að það var gert í gærkvöldi.“

- Auglýsing -
Rauðu kassarnir eru dæmi um auglýsingar sem gestir Minigarðsins horfðu upp á

Gerir leikinn skemmtilegri

„Nú veit ég ekki hvort að ég sé rétti maðurinn til að svara fyrir veðmálafíkn á Íslandi, þekki ekki vel til þess málaflokks almennt,“ sagði athafnamaðurinn þegar hann var spurður út í veðmálafíkn á Íslandi.

„Er þó meðvitaður um að slík fíkn fyrirfinnst á Íslandi. En persónulega hef ég nú bara miklar áhyggjur af allri fíkn og tel fíkn almennt slæma fyrir þá sem eru haldnir fíkn, sama hver hún er. Ef þú ert að gefa í skyn að við séum að ýta undir eða stuðla að veðmálafíkn með samstarfi okkar við [nafn fyrirtækis], þá finnst mér það ansi langt seilst. Minigarðurinn selur virkilega góðan mat og teljum við okkur ekki stuðla að matarfíkn þó svo að við seljum gómsætan mat, einnig seljum við sælgæti og bjór. Fíkn er víða. [Nafn fyrirtækis] eins og aðrar getraunir gera leikinn skemmtilegri eða eins og Lengjan segir: Settu spennu í leikinn. Okkar samstarf við [nafn fyrirtækis] byggir á því að þeir gefa 100.000 kr vinning fyrir þann sem fer holu í Höggi á braut 3. Á minigolfvellinum okkar og hefur ekkert með það að gera hvort að viðskiptavinir okkar séu að spila á [nafn fyrirtækis], Lengjunni eða öðrum getraunasíðum.“

- Auglýsing -
Inngangur Minigarðsins

Veit ekki hvað HSÍ finnst um málið

„[Nafn fyrirtækis] er ekki borga neitt fyrir neina auglýsingu,“ sagði Sigmar þegar hann var spurður út í hversu mikið erlenda fyrirtækið væri að borga fyrir auglýsingarnar. „Þeir gefa þennan vinning í Holu í höggi leiknum okkar. Það er þeirra framlag og við þakklátir að fá svo flottan vinning í þann skemmtilega leik okkar. Ef það eru fleiri fyrirtæki sem vilja gefa í þann leik, þá tökum við fagnandi á móti vinningum.“

„Minigarðurinn er einn af bakhjörlum HSÍ og viðurkenndur heimavöllur HSÍ á stórmótum erlendis. Samstarf okkar við [nafn fyrirtækis] tengist ekkert okkar samstarfi við HSÍ,“ sagði Sigmar þegar hann var spurður hvort HSÍ vissi af þessu en sambandið er í samstarfi við Minigarðinn. „Enda eins og fram kemur að ofan, þá erum við oft með svona leiki í Minigarðinum þegar stórleikir eru í gangi, hvort sem það er handbolti, fótbolti, MMA bardagar eða slíkt. Ég held að ég geti fullyrt að HSÍ er ekki að hafa afskipti af því hvernig Bakhjarlar reka sín fyrirtæki og hvaða þjónustu eða vöruval þeir bjóða uppá. Annars ætla ég ekki gefa mér neitt um það hvað HSÍ finnist um hvað við veljum að bjóða uppá í Minigarðinum. Þarft að spyrja HSÍ að því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -