Föstudagur 17. janúar, 2025
1.2 C
Reykjavik

Starfsmaður ranglega sakaður um að sviðsetja rán í Háspennu: „Búinn að missa trú á lögreglunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenskur karlmaður á fertugsaldri var ákærður fyrir að hafa sviðsett rán í Háspennu árið 1997 en DV greindi frá málinu.

Forsaga málsins er að lögreglan var kölluð í Háspennu árið 1997 og var þar starfsmaður sem sagði lögreglunni að spilasalurinn hafi verið rændur og 1,2 milljónum króna stolið. Var maðurinn með sýnilega áverka. Maðurinn hafði einmitt verið á vakt hálfu ári áður og kært tvo menn til lögreglu sem stálu tæplega hálfri milljón króna. Lögreglunni þótti mjög vafasamt að atvikalýsingar mannsins stæðust og var starfsmaðurinn ákærður fyrir að hafa sviðsett ránið og fyrir fjárdrátt.

Vildi skaðabætur

Í febrúar árið 1999 var svo dæmt í málinu og var maðurinn fundinn saklaus og í raun skammaði dómarinn lögregluna í niðurstöðu sinni. „Ekkert af því sem komið er fram við
lögreglurannsókn og málsmeðferð fyrir dómi rekst á frásögn hans af atburðinum og sumt af því þykir beinlínis geta stutt hana.“

„Ég var því miður búinn að missa trú á lögreglunni og ákæruvaldinu. Það er gott að hafa verið hreinsaður af þessum áburði sem hefur staðið yfir í tæp 2 ár. Þetta gerði næstum því út af við fjölskyldu mína. Ég á tvö lítil börn – þetta bitnaði líka á þeim,“ sagði maðurinn í samtali við DV.

„Allan tímann sem lögreglan hefur rannsakað þetta mál hefur stefnan hjá henni verið að loka því, í stað þess að upplýsa það þannig að réttlætið næði fram að ganga. Oft hefur verið litið á mann sem hlut en ekki persónu. Þetta er búið að vera mjög langur tími. Það er full ástæða til að fara fram á skaðabætur,“ sagði hinn sýknaði maður.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -