Laugardagur 18. janúar, 2025
0.3 C
Reykjavik

Sveinn Andri leiðréttir Loga Geirsson: „Vonandi fer þessum rangfærslum að linna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Sveinn Andri Sveinsson skýtur föstum skotum á Loga Geirsson, vegna þess sem hann segir vera rangfærslur þegar handboltaspekingurinn mætti í settið hjá Gísla Marteini í gærkvöldi.

Logi Geirsson hjá Gísla Martein í kvöld: „Afi minn, Hallsteinn Hinriksson, er faðir handknattleiksins á Íslandi; hann kom með handboltann frá Danmörku.“

Það er að verða nokkuð lýjandi að leiðrétta þessa hafnfirsku rangfærslu, en ég hef samt tekið það verkefni að mér.“ Þannig hefst Facebook-færsla lögmannsins Sveins Andra Sveinssonar sem hann birti í gærkvöldi. Fer hann síðan yfir staðreyndir málsins:

„Afi minn, Valdimar Sveinbjörnsson, kom úr íþróttakennaranámi í Danmörku árið 1921. Hann var ráðinn leikfimikennari við Miðbæjarskólann og Barnaskóla Hafnarfjarðar, auk þess að annast þjálfun hjá ýmsum íþróttafélögum.
Valdimar stóð fyrir fyrstu kappleikjunum í handbolta árið 1922, sem voru bæjarkeppnir milli reykvískra og hafnfirskra skólapilta. Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) miðar við það ár sem upphafsár handbolta á Íslandi og var því haldið upp á 100 ára afmæli handboltans 2022.“

Útskýrir lögmaðurinn því næst hvers vegna það stenst ekki skoðun að afi Loga Geirssonar hafi flutt handboltann til landsins.

„Hallsteinn var fæddur 1904, átta árum yngri en Valdimar og var þannig aðeins 17 ára þegar leikfimikennarinn Valdimar byrjaði að kenna handbolta á Íslandi.
Valdimar var síðar skipaður leikfimikennari við Menntaskólann í Reykjavík árið 1929. Við starfi hans í Hafnarfirði tók Hallsteinn.“

Að lokum segir Sveinn Andri að þó það sé rétt að Hallsteinn hafi stofnað fyrsta handboltalið Íslands, breyti það engu um það hver faðir handboltans á Íslandis sé:

„Hallsteinn má eiga það að hann stofnaði fyrsta handknattleiksliðið á Íslandi, FH.
Það breytir því ekki að hinn opinberlega viðurkenndi faðir handboltans á Íslandi skv. HSÍ er Valdimar Sveinbjörnsson. Nokkrir afkomendur hans hafa heldur betur komið við sögu handboltans; Óskar Bjarni Óskarsson og Valdimar Grimsson, þeirra þekktastir.
Vonandi fer þessum rangfærslum að linna.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -