Eitt það áhugaverðasta við hverja baráttu um formannsembætti Sjálfstæðisflokksins í gegnum áratugina er að sjá hversu mikil ítök ákveðnir einstaklingar innan flokksins hafa í hinum ýmsu fjölmiðlum. Nafnlausar skoðanir huldumanna eru strax byrjaðar að birtast um víðan völl enda myndu þessir einstaklingar aldrei þora að koma fram undir nafni þegar drullunni er dreift. Sérstaklega ekki þegar eðjunni er kastað á „vini og samstarfsmenn.“
Viðskiptablaðið fer þar fremst í flokki núorðið en þar er boðið upp þrjá nafnlausa dálka sem allir kenna sig við guðlegar verur úr norrænni goðafræði. Ef taka ætti mark á þeim pistlum sem birst hafa þar undanfarnar vikur um Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, mætti halda að þar væri versti stjórnmálamaður í sögu Íslands en ekki reynslumesti þingmaður flokksins.
Það vita allir sem vilja að Guðlaugur er ekki barnanna bestur þegar kemur kosningabaráttu innan flokksins en hann á þó betra skilið. Því miður standa nöfn dálkanna ekki undir nafni en skrif sem þessi eru ekki guðleg heldur sorgleg …