Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Ökumenn stöðvaðir grunaðir um fíkniefnaakstur og skjalafalls: Tilkynnt um unglinga sveiflandi kylfu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tveir gista fangageymslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina en alls eru 89 mál bókuð í kerfum lögreglunnar frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun, samkvæmt dagbók hennar. Hér koma dæmi um helstu verkefnin.

Hér er það helsta úr dagbók lögreglu frá klukkan 17:00 til klukkan 05:00. Þegar þetta er ritað gista tveir í fangageymslu lögreglu. Alls eru 89 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Listinn er ekki tæmandi.

Lögreglan sem annast verkefni í Austurbænum, miðbænum, Vesturbænum og Seltjarnarness stöðvaði þrjá ökumenn grunaða um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða áfengis. Voru þeir allir lausir eftir aðgerðir lögreglunnar en sumir þeirra voru einnig grunaðir um að vera án ökuréttinda, fyrir skjalafalls og brot á reglugerð um gerð og búnað ökutækja.

Lögreglan sem sér um Hafnarfjörð, Garðabæ og Álftanes var kölluð til vegna þjófnaðar í verslun en málið var leyst á vettvangi. Þá stöðvaði sama lögegla ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Reyndist hann einnig sviptur ökuréttindum. Var ökumaðurinn laus eftir sýnatöku. Lögreglan fjarlægði einni skráningarnúmer af nokkrum bifreiðum, ýmist vegna skorts á tryggingum eða aðalskoðun.

Lögreglan sem þjónusta Kópavog og Breiðholt fékk tilkynningu um ungmenni við verslunarkjarna en fylgdi tilkynningunni að eitt þeirra væri að sveifla kylfu. Þegar lögreglan mætti á vettvang sást ekkert slíkt né komu fleiri tilkynningar.

Þá sektaði lögreglan sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ, ökufant fyrir of hraðan akstur en hann ók á 138 km/klst þar sem hámarkshraði er 90 km/klst.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -