Katrín Oddsdóttir segist hafa rekist á Jens Garðar Helgason sem tjáði henni að ekki væri möguleiki á að stöðva fyrirhugað sjókvíaeldi í Seyðifirði. Undirskriftir gegn þeim áformum eru orðnar fleiri en 10.000.
„Rakst á Jens Garðar á barnum í gær og hann sagði að það væri ekki mögulegt að stöðva sjókvíaeldi í Seyðisfirði,“ skrifaði lögfræðingurinn og aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir á Facebook í gær en hún hefur verið í fremstu röð þeirra sem berjast gegn fyrirhugaðri sjókvíaeldi í Seyðifirði. Jens Garðar er nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins og er frá Eskifirði. Hún hélt áfram:
„Ef það er ekki ástæða til að ná undirskriftum gegn eldi þar yfir 10.000 í dag þá veit ég ekki hvað!
Nú vantar 449 let’s GO.“
Nokkrum klukkustundum eftir færsluna tilkynnti Katrín að markmiðinu hefði verið náð og rúmlega það:
„Hér eru nokkur orð um annað en sjókvíaeldi á Seyðisfirði til að sanna að ég sé ekki búin að missa endanlega vitið…
Eða nei annars: MEIRA EN TÍU ÞÚSUND undirskriftir komnar í hús“