Virkjuð hefur verið samhæfingarstöð Almannavarna á Laugavegi, vegna snjóflóðahættu og rýminga á Austfjörðum.
Samkvæmt upplýsingafulltrá Almannavarna sem RÚV ræddi við, hefur samhæfingarstöð Almannavarna verið virkjuð vegna umfangs aðgerða Almannavarna vegna snjóflóðahættu og rýminga í Neskaupsstað og á Eskifirði.
Bæðir rýmingum hefur nú verið lokið en í Neskaupsstað er um að ræða eitt íbúahverfi þar sem um 140 manns búa, en þar eru einnig atvinnusvæði.
Á Seyðifirði tekur rýmingin aðeins til atvinnusvæða þó níu manns dvelji þar en stefnt er á að stækka rýmingarsvæðið. Mun stækkunin þó ekki ná til íbúasvæða.