Það er mikilvægt að rækta ástina og það veit áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Benediktsdóttir, betur þekkt sem Linda Ben, en hún skellti sér til Kanarí með eiginmanni sínum til að halda upp 15 ára sambandsafmæli þeirra.
Hjónin eru að sögn vina og vandamanna dugleg við að halda upp á ástina þrátt fyrir mikið vinnuálag hjá þeim báðum. Þau skelltu sér í golf og spa ef marka má myndirnar en eiginmaður hennar er þekktur fyrir að vera mjög snjall golfari. Eiginmaður Lindu er Ragnar Einarsson en hann starfar sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans og saman eiga þau tvö börn.
Linda deildi myndum með fylgjendum sínum og ljóst að hjónin eru ennþá ástfangin upp fyrir haus.