Tugir eru slasaðir eftir að skíðalyfta hrundi á skíðasvæði á Spáni. Slysið átti sér stað í Aragon og er talið að tugir skíðafólks hafi slasast og þar af hafi tíu slasast alvarlega en slysið gerðist á laugardaginn. Í myndböndum sem hafa farið í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir slysið má sjá brotnar skíðastangir og skíðaskó á víða og dreif um svæðið þegar björgunarsveitir voru búnar að ná í það fólk sem þurfti á aðstoð að halda. Ein mynd sem hefur vakið mikla athygli er mynd af hjóli sem datt af skíðalyftunni en stálkaplar skíðalyftunnar eiga að vera fastir við hjólið. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að allt hrundi. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði við fjölmiðla að hann væri í áfalli eftir slysið og sagði að hugur landsmanna væri hjá þeim slösuðu og fjölskyldum þeirra.