Hinn 18 ára Axel Rubakubana hefur játað að hafa yrt þrjár stúlkur í hnífaárás á Taylor Swift-dansnámskeiði í Southport á síðasta ári.
Axel Rudakubana, frá Banks, Lancaskíri, breytti framburði sínum á fyrsta degi réttarhalda í Liverpool Crown Court-dómsstólnum, þar sem hann var ákærður fyrir morð á Alice da Silva Aguiar, níu ára, Bebe King, sex ára, og Elsie Dot Stancombe, sjö ára, sem létust í kjölfar hnífaárásar sem framin var í danstíma sem var með Taylor Swift-þema í The Hart Space skömmu fyrir hádegi 29. júlí síðastliðinn.
Rudakubana, sem nú er hægt að segja frá, hafði að minnsta kosti þrisvar sinnum áður verið tilkynntur vegna sérstakrar áætlunar stjórnvalda um að koma í veg fyrir öfgastefnu. Hann játaði einnig að hafa reynt að myrða átta önnur börn í árásinni.
Þá hefur hann einnig játað morðtilraunir á Leanne Lucas og Jonathan Hayes og viðurkennt að hafa átt eldhúshníf með bogadregnu blaði.
Hinn 18 ára gamli, sem kom inn í réttarsalinn klæddur grárri fangastreyju og blárri andlitsgrímu, játaði einnig að hafa framleitt líffræðilegt eiturefni, aðallega rísín, og vörslu upplýsinga af því tagi sem líklegt er að geti komið að gagni fyrir einstakling sem fremur eða undirbýr hryðjuverk, það er að segja PDF-skjal sem ber yfirskriftina „Military Studies in the Jihad Against the Tyrants: The Al-Qaeda Training Manual“.
Þegar hann var beðinn um að standa upp við upphaf réttarhaldanna, sat hann upphaflega sem fastast. Hann þagði líka þegar hann var beðinn um að segja nafn sitt. Rudakubana var beðinn um að segja nafn sitt aftur en þagði aftur.
Stanley Reiz, verjandi Rudakubana, sagði: „Ákærði hefur ekki borið kennsl á sjálfan sig en það er enginn ágreiningur um að maðurinn í salnum sé Axel Rudakubana og hann getur heyrt hvað er verið að segja.“
Dómarinn, Goose spurði þá: „Kýs hann að tala ekki?“
Reiz svaraði: „Það er rétt.“
Hann spurði síðan hvort hægt væri að endurtaka ákærurnar þegar Rudakubana kom inn tli að koma með framburð sinn.
Goose dómari sagði þá við hann: „Axel Rudakubana, þú getur heyrt í mér, ég veit. Þú hefur nú játað sekan um þessa ákæru við hvern hluta hennar. Næsta stig er að gefa þér dóm. Það fer fram á fimmtudaginn. Í millitíðinni verður þú að hafa samband við lögfræðinga þína, lögmenn og milligönguaðila til að þú getir fengið ráðleggingar eða aðstoð. Þú munt skilja að það er óhjákvæmilegt að þú hljóti lífstíðarfangelsi. Í millitíðinni ferð þú með lögreglumönnunum og kemur aftur í réttarhöldin klukkan ellefu á fimmtudaginn. Farið með hann niður.“
Þegar dómarinn talaði eftir að framburðurinn hafði verið lagður fram, sagði hann við dómstólinn: „Ég er meðvitaður um þá staðreynd að fjölskyldurnar eru ekki hér í dag.“
Deanna Heer saksóknari í málinu, staðfesti að fjölskyldurnar hefðu ekki mætt þar sem gert var ráð fyrir að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudag.
Hin sjokkerandi framburðabreyting Axel Rudakubana, þýddi að ástvinir ungra fórnarlamba hans voru ekki í réttarsalnum til að heyra hann viðurkenna sekt sína.
Játning hans kom dómaranum, lögmönnum og fjölmiðlum á óvart í troðfullum réttarsal við krúnudómstól Liverpool.
Réttarhöldin í dag, sem búist var við að yrðu upphafið af fjögurra vikna réttarhöldum þar sem fjallað yrði um lagaleg atriði málsins, tók þess í stað aðeins meira en 15 mínútur.