Mánudagur 20. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Konur halda áfram að flýja Sýn – Kolbrún Dröfn hætt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir er hætt sem yfirmaður auglýsingamála Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar en frá þessu greinir DV. Kolbrún Dröfn er því fjórða konan sem gegnir lykilstöðu innan fyrirtæksins sem hættir á árinu.

Auk Kolbrúnar hafa Þóra Björg Clausen, Eva Georgs. Ásudóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir allar tilkynnt á árinu um starfslok sín hjá Sýn.

Það segir þó ekki alla söguna en Mannlíf hefur undir höndunum langan lista starfsfólks sem hefur nýlega hætt störfum hjá fyrirtækinu. Mannlífi hefur tekist að staðfesta að minnsta kosti 13 aðrir lykilstarfsmenn sem unnu hjá Sýn í janúar 2024 vinni ekki þar lengur en Herdís Dröfn Fjeldsted, núverandi forstjóri Sýnar, hóf störf þá. Heimildir Mannlífs herma að margar af uppsögnunum tengist óánægju starfsmanna með stjórnun Herdísar á fyrirtækinu. Eftir viðbót Kolbrúnar á listann er fjöldi kvenna 11 talsins.

Heimildir Mannlífs herma að mikill þrýstingur sé hjá hópi hluthafa að koma Herdísi úr stóli forstjóra enda hafi hlutabréf í fyrirtækinu fallið mikið í verði undir stjórn hennar en samkvæmt Keldunni hefur gengið lækkað rúm 37% eftir að Herdís tók við forstjórastarfinu.

Herdís Dröfn hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs um málið en gerði tilraun til að hugga starfsmenn Sýnar með bréfi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -