Mánudagur 20. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Logi Einars ræður sálfræðing

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur ráðið Höllu Jónsdóttur sem aðstoðarmann sinn en greint er frá þessu í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

„Halla lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og meistaranámi í vinnu- og skipulagssálfræði frá Háskólanum í Amsterdam árið 2004. Þá lauk hún einnig MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Í meistaranámi sínu í vinnusálfræði lagði Halla áherslu á fræðslu, starfsþróun og hæfni einstaklinga,“ segir í tilkynningunni.

„Halla starfaði sem fræðslustjóri Landsbankans á árunum 2011-2018 en sem sérfræðingur í fræðslumálum þar á undan. Árin 2018-2021 starfaði Halla sem mannauðs- og rekstrarstjóri hjá Héraðsdómi Reykjavíkur og undanfarin þrjú ár sem forstöðumaður Endurmenntunar Háskóla Íslands. Hún hefur því reynslu og þekkingu úr störfum bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera. Í störfum sínum hefur Halla öðlast reynslu af bæði stjórnun og stefnumótun og -innleiðingu. Þá hefur hún reynslu af því að stýra stefnumótun í fræðslumálum og innleiðingu árangursstjórnunar. Halla hefur störf í lok janúar en Tómas Guðjónsson hefur þegar hafið störf sem aðstoðarmaður menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.“

Þá hefur einnig verið greint frá því að Óli Örn EIríksson muni aðstoða Hönnu Katrínu Friðriksson atvinnuvegaráðherra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -