Hræðilegur atburður átti sér stað í Bandaríkjunum í desember.
Lögreglan í Oklahomaborg hefur birt upptöku úr búkmyndavélum tveggja lögreglumanna sem svöruðu útkalli á heimili í desember í fyrra. Samkvæmt lögreglunni var þar á ferðinni maður að nafni Jerry Yang en hann braust inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og skaut hann 15 ára son konunnar og slasaði annað barn hennar.
Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið hóf Yang að skjóta á lögreglumennina og hitti annan þeirra í fótinn. Eftir stuttan skotbardaga ákvað Yang að taka eigið líf og skaut sig í hausinn.
Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs slasaðist lögreglumaðurinn lítillega og er búist við að hann nái sér að full en sonur konunnar lést af sárum sínum.
Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent er á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.