Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-2.3 C
Reykjavik

Starfsmannaflóttinn frá Sýn heldur áfram – Hákon svarar engu um stjórntök Herdísar forstjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hákon Stefánsson stjórnarformaður Sýnar hefur ekki svarað ítrekuðum spurningum Mannlífs um það ástand sem er uppi innan fyrirtækisins. Mannlíf spurði Hákon meðal annars hvort stjórn og hluthafar félagsins gengju í takti við Herdísi Fjeldsted forstjóra sem er gagnrýnd fyrir vinavæðingu og  að flæma frá sér lykilstarfsmenn. Hákon hefur fengið eftirfarandi spurningar:
1. Ganga stjórn og hluthafar í takti við forstjórann?
2. Nýtur Herdís Fjeldsted óskoraðs stuðnings hjá þér, stjórn og hluthöfum?
3. Kemur til greina að skipta félaginu upp með sölu ákveðinna eininga?

Deildin hennar eins og eftir flugslys

Nýjasta blóðtakan úr starfsmannahópi Sýnar var þegar Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir auglýsingastjóri Sýnar hætti nýverið. Heimildir Mannlífs herma að mikil eftirsjá sé af Kolbrúnu. Hún er sögð hafa rifið upp auglýsingatekjur félagsins.

Kolbrún Dröfn starfar ekki lengur hjá Sýn – Mynd: Aðsend
„Þetta mun þýða að tekjur Sýnar munu lækka umtalsvert þar sem það mun taka langan tíma að finna manneskju sem getur komið í hennar stað,“ segir heimildamaður úr hópi starfsfólks. Sá segir að fólki sé mjög brugðið við brotthvarf hennar og auglýsingadeildin sem lömuð. „Hún er einstaklega vel liðin og er deildin hennar eins og eftir flugslys“.

Herdís forstjóri hefur ekki viljað svara spurningum Mannlífs um málið fremur en stjórnarformaður félagsins. Forstjórinn sendi starfsfólki Sýnar bréf   í síðustu viku þar sem hún reyndi að útskýra sína hlið og slá á óánægju starfsmanna.

Hlutabréfaverð í Sýn féll um 35 prósent í fyrra. Þessi þróun heldur áfram og hefur verðið fallið um rúmlega 4 prósent það sem af er þessu ári. Markaðsvirði Sýnar er aðeins um sjö milljarðar króna. Það þykir engan veginn endurspegla verðmæti eignanna sem er talið vera allt að 21 milljarður króna. Vandi félagsins í því samhengi er sá að tiltrú markaðarins á stjórn og framkvæmdastjórn er lítil.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -