Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Kötturinn Óskar treystir því að ökumenn aki varlega og verndi lífríkið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á Facebook síðu Samgöngustofu má sjá köttinn Óskar biðla til landsmanna að fara varlega í umferðinni. „Hann, eins og aðrir kettir, er ekki hannaður til að lúta umferðarreglum,” segir í færslunni. „Hann treystir því algjörlega á að ökumenn aki varlega og verndi lífríkið.”

Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir kettir vera klassískt dæmi um vegfarendur sem tileinka sér ekki að fara eftir annarra manna reglum. „Við ákváðum að taka smá syrpu í aðdraganda þessara miklu ferðahelgi til að hvetja ökumenn til að fara varlega,” segir Þórhildur. Þannig hafi Óskar fengið þetta ágæta hlutverk. „Samstarfskona mín, hérna á Samgöngustofu, er mamma hans. Þetta er því raunverulegur Óskar og hann býr raunverulega í Hafnarfirði.”

„Hann er á tilvöldum aldri til að vera alger vitleysingur, en hann er það ekkert, ekkert frekar en aðrir kettir,” segir Þórhildur en Óskar er rúmlega eins og hálfs árs gamall fress. „Hann fer bara sínar eigin leiðir og kærir sig ekkert um að það sé verið að reyna setja hömlur á það hvert hann fer og hvenær. Bara eins og aðrir kettir eru,” segir hún og bætir við að kettir eigi það til að skjótast undan bílum og ákveða í skyndi að fara hinum megin við götuna.

Samgöngustofa hefur einnig hvatt ökumenn til að varast nýfleyga fuglsunga og skyndiákvarðanir sauðfés á vegkantinum. „Þessar þrjár dýrategundir sem eru svo áberandi hjá okkur, kettir, fuglar og kindur, koma sjálfum sér í stórhættu af þekkingarleysi en líka fólki sem er að keyra. Það er auðvitað hættulegast að keyra á stærri dýr,” segir Þórhildur en bætir við að tilfinningalega tjónið getur líka verið mikið. „Að hafa orðið bani einhvers sem þú ætlaðir ekki að gera.”

Kindur þekktar fyrir skyndiákvarðanir á vegkantinum

Þórhildur segir hafa séð fyrir stuttu viðtal við lögreglumann á Suðurlandi þar sem fjallað var um fjölda þeirra kinda sem verður fyrir bíl. „Lausaganga búfjár hefur náttúrulega ýmsar afleiðingar. Það að keyra á kind, það er auðvitað lífshættulegt fyrir kindina en það getur líka verið lífshættulegt fyrir ökumanninn.”

„Kindur hafa þennan eiginlega að taka þessar skyndiákvarðanir. Þær eru öðru megin, svo nálgast bíllinn og þá ákveða þær að forða sér með því að bruna yfir veginn. Sérstaklega getur þetta gerst ef að lambið hefur komið sér fyrir öðru megin við veginn og mamman hinum megin.” Þá vilja þau gjarnan sameinast ef að hætta steðjar að. Þá veit maður ekki hvor

- Auglýsing -

Svona slys geta haft flókna og leiðinlega eftirmála. „Þetta er auðvitað hrikalegt fyrir skepnurnar, þetta er tjón fyrir bóndann en síðast en ekki síst er þetta stórhættulegt fyrir ökumanninn. Það að keyra á sauðkind er meiriháttar hættulegt. Missa stjórn á ökutækinu, slasa sig bara við áreksturinn og svo er þetta líka tjón á ökutækinu. Þetta er allra tjón,” segir Þórhildur.

„Ungir vegfarendur” sem bregða ökumönnum

Guðrún Lára Pálmadóttir, umhverfisfræðingur á Hellissandi, hefur talað um slysahættur sem fylgja fuglsungum sem flögra í vegkantinum. „Hún benti á það um daginn hversu margir Kríuungar yrðu fórnarlömb umferðarslysa. Það væri keyrt á unga sem væru að taka sín fyrstu flugtök, segir Þórhildur og bætir við: „Við getum kallað þá unga vegfarendur. Þetta er auðvitað þeim dauðadómur og svo er þetta líka gríðarlega hættulegt fyrir ökumenn af því að þeir fipast þegar þeir verða fyrir því að keyra á fugl.” 

- Auglýsing -

Ekki er vitað hversu stórt hlutfall þessara unga verða fyrir bílum en Þórhildur vitnar í Guðrúnu Láru: „Hún telur að þetta sé í þúsundavís. Allavega á þessum litla vegaspotta þarna í Kríuvarpinu milli Hellisands og Rifs.” Vegalengdin milli bæjanna eru tæpir þrír kílómetrar. „Við getum gert ráð fyrir því að þetta séu mikil afföll.”

Grundvallaratriði að hægja ferðina

„Ef það er gróður einhversstaðar í grennd að þá veitir manni ekkert af því að hafa athyglina á svona skyndihugdettum þessara dýra sem eru á ferðinni.” Hún bendir á að mikilvægt sé að hafa athyglina í lagi en grundvallaratriðið er að hægja ferðina. „Ef að fólk er á milli ferð að þá er ráðrúmið til að bregðast við eiginlega nánast ekki neitt.” 

„Fólk heldur oft að það sé að spara sér tíma með því að keyra greitt. Raunveruleikinn er sá að það sparast mjög lítill tími við að keyra yfir hámarkshraða. Sumstaðar eru aðstæður þannig að þó að hámarkshraði sé 90 að þá er ástandið þannig á veginum, jafnvel þó að veðrið sé gott og skyggnið sé gott og vegurinn þurr, þá getur ástandið verið þannig að það býður ekki upp á að fólk nýti sér hámarkshraðann.”

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -