Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-1.6 C
Reykjavik

Sigmundur Davíð sakar íslenska fjölmiðla um falsfréttir – Birti sjálfur myndir teknar úr samhengi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elon Musk, ríkasti maður heims og náinn samstarfsmaður Donald Trump, hefur verið sakaður um að heilsa að sið nasista og nýnasista þegar hann kom fram sem ræðumaður í gærkvöldi. Musk hélt ræðuna í tilefni þess að Trump er orðinn forseti og fjölluðu margir íslenskir fjölmiðlar um ræðuna og kveðju Musk.

Um leið og gagnrýnendur fór að benda á líkindi milli handhreyfinga Musk og nasista birtu aðgangar á Twitter sem hafa sýnt öfgahægri stjórnmálaskoðanir ljósmyndir af Barack Obama, Kamala Harris og Hillary Clinton þar sem þau virðast öll heilsa með sama hætti og nasistar. Þetta plataði þó fáa þar sem bent var á um leið að þetta væru aðeins ljósmyndir og þær teknar úr samhengi ef myndbönd væru skoðuð.

Einn sem lét þó blekkjast var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra Íslands, sem birti myndina af þremenningunum við hliðina á Musk og sagði íslenska fjölmiðla vera flytja falsfréttir af ræðu hans.

Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af Harris og Musk og muninn á milli handahreyfinga þeirra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -