Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-0.1 C
Reykjavik

Jón Viðar vill ekki sjá íbúabyggð nærri Borgarspítala: „Eru borgaryfirvöld gersamlega sálarlaus?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Viðar Jónsson er yfir sig hneikslaður vegna frétt af fyrirhugaðri uppbyggingu íbúabyggðar sunnan við Borgarspítalann [Landspítalinn Fossvogi].

Leikhúsgagnrýnandinn ástsæli Jón Viðar Jónsson var síður en svo sáttur við fréttir sem hann sá á Stöð 2 í gær, þar sem fjallað var um fyrirhugaða íbúabyggð nærri Borgarspítalanum. Skrifaði hann því Facebook-færslu sem hefst á eftirfarandi hátt:

„Hvurslags geggjun er það að ætla nú að troða íbúabyggð sunnan við Borgarspítalann – eins og ég heyri í fréttum Stöðvar 2? Eru borgaryfirvöld gersamlega sálarlaus? (þetta er auðvitað retorísk spurning eins og allt er orðið).“

Segist Jón Viðar oft átt erindi við Borgarspítalann eins og margir aðrir og þótt útsýnið einmitt svo notalegt:

„Ég hef á langri ævi alloft átt erindi í þetta hús, eins og mörg okkar, og þau hafa verið misánægjuleg eins og gengur. Þá hefur einmitt verið svo notalegt, að ég ekki segi heilandi, að geta horft út um stóran gluggann á kuldalegri sjúkrastofunni yfir þetta græna svæði með útsýni til Fossvogsins og Kópavogshálsins og fjallanna í fjarska. Síbreytileg víðátta himinsins yfir og alltumvefjandi með blæ af sjálfri eilífðinni.“

Að lokum segir Jón Viðar að græðgin hafi „heltekið“ borgaryfirvöld:

- Auglýsing -

„Og nú á þetta sem sagt að verða enn eitt fórnarlamb græðginnar sem hefur heltekið stjórnvöld borgarinnar!!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -