Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-0.1 C
Reykjavik

Glittir í aðgerðaráætlun varðandi heimilisleysi: „Borgin er í mikilli skuld í þessum málaflokki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Stefán Pálsson segir Reykjavíkurborg í mikilli skuld við heimilislausa en nú glitti í betri tíð í þeim málaflokki.

Sagnfræðingurinn og varaborgarfulltrúinn Stefán Pálsson segir að borgarstjórn Reykjavíkur sé við það að samþykkja aðgerðaráætlun í málefnum heimilislausra. Segir hann borgina vera í milli skuld við málaflokkinn en að gangi áætlunin eftir verði staðan miklu betri í náinni framtíð.

„Í borgarstjórn erum við nú að fara að samþykkja aðgerðaáætlun ásamt stefnu í málefnum heimilislausra. Þetta er góð vinna sem hefur verið unnin í góðri sátt. Borgin er í mikilli skuld í þessum málaflokki, þótt málum hafi verið þokað fram á við á síðustu árum. Ef þessi áætlun nær fram að ganga verður staðan mun betri í náinni framtíð. Því ber að fagna.“

Í seinni hluta færslunnar sem Stefán skrifaði á Facebook talar hann um Konukot og hversu mikilvægt sé að koma þeirri starfsemi í nýtt húsnæði. Sjálfur er Stefán nágranni Konukots og segir þá íbúa sem hafi áhyggjur af því að starfsemi flytji í næsta nágrenni við þá, að ekkert sé að óttast, sé haldið rétt á spilunum.

„Eitt stærsta forgangsmálið er að koma Konukoti í nýtt húsnæði, en það er afleitt að vera með þessa viðkvæmu starfsemi í meira en hundrað ára gömlum steinbæ, þröngum og í slæmu ástandi. Það hefur reynst afar flókið að finna lausn á þessu, meðal annars vegna þess að leigusalar hafa ekki viljað taka á móti Konukoti (auðvitað ætti borgin að kaupa húsnæðið sjálf eða byggja). Sem nágranni Konukots í áraraðir vil ég þó segja að áhyggjur fólks eru óþarfar. Þetta er starfsemi sem þrífst vel í almennu íbúðahverfi ef rétt er að málum staðið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -