Þriðjudagur 21. janúar, 2025
-1.6 C
Reykjavik

Kolbrún segist kveðja starfsmenn Sýnar með söknuði: „Ég læt mér ekki leiðast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir er hætt sem yfirmaður auglýsingamála Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar en frá þessu greindi DV í gær.

Kolbrún Dröfn er því fjórða konan sem gegnir lykilstöðu innan fyrirtæksins sem hættir á árinu. Auk Kolbrúnar hafa Þóra Björg Clausen, Eva Georgs. Ásudóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir allar tilkynnt á árinu um starfslok sín hjá Sýn. Heimildir Mannlífs herma að einhverjar af uppsögnunum tengist óánægju starfsmanna með stjórnun Herdísar á fyrirtækinu.

Endalaus orka

Í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook segist Kolbrún að tími sinn hjá fyrirtækinu hafi verið einstakur og hún ásamt samstarfsfólki sínu hafi náð frábærum árangri.

„Sölumenn auglýsingadeildar með endalausa orku og hugmyndir og alltaf til í að taka slaginn með mér og skora á mig. Birtingadeildin sem er vakin og sofin yfir kerfunum alla daga. Blaðamenn auglýsingadeildar sem fóru langt út fyrir sitt starfsvið. Kynningarstjóri útvarps keyrði hvert verkefnið á fætur öðru með mikilli fagmennsku. Sérfræðingur auglýsingadeildar og gagnasnillingurinn okkar með endalausa þolinmæði, fagmennsku og tíma til að sinna okkur. Já hópurinn sem er tiltöllulega nýkominn í hús og mættu af krafti inn í allar þessar breytingar. Allt starfsfólk miðlanna sem framleiddi efni fyrir útvarp, sjónvarp, net og hlaðvörp af þvílíkri fagmennsku. Fréttastofan sem endalaust dældi inn efni til að gera Vísi að stærsta vefmiðli landsins. Markaðsdeild Sýnar sem studdi við okkur í því sem við þurftum, dagskrárdeildin og framleiðslan sem við unnum þétt með við það að besta hugmyndir og auglýsingatíma. IT deildin sem vann ötullega að því að þróa nýjar leiðir og lausnir með okkur. Endor hópurinn alltaf tilbúið að græja tölvumálin, innheimtan sem nálgaðist öll mál af fagmennsku, reikningagerðin, bókhaldið, mannauður og öll hin sem ég gleymi að nefna,“ skrifar Kolbrún um samstarfsfólk sitt.

Þá segir hún einnig að síðasta ár hafi verið stærsta ár í auglýsingasölu hjá félaginu.

- Auglýsing -

„Ég kveð þennan öfluga hóp með söknuði og endalausu þakklæti fyrir þennan geggjaða tíma sem var krefjandi og lærdómsríkur en fyrst og fremst virkilega gefandi og skemmtilegur.

Það verður gaman að sjá hvað nýju tækifæri taka við, ég læt mér ekki leiðast þangað til.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -