Jón Gunnarsson alþingismaður vill ekki Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. Þetta mátti lesa út úr orðum hans á Samstöðinni þar sem hann fór yfir stöðu mála í flokknum. Hann sakar Þórdísi um undirmál og virðingarleysi aðdragnada kosninganna þegar hún flúði Norðvesturkjördæmi og settist í annað sætið í Kraganum. Þórdís Kolbrún er í mótvindi. Hún þykir hafa misst fótanna í pólitík vegna framgöngu sinnar innan flokks og í embætti utanríkisráðherra.
Jón sagði afdráttarlaust að hann myndi ekki sjálfur bjóða sig fram til formennsku. Líklegt þykir að hann leggist á árarnar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni alþingismanni ef sá þorir að taka slaginn. Búist er við tilkynningu frá Guðlaugi Þór í dag eða allra næstu daga. Baráttan um formannssætið gæti allt eins orðið einvígi milli hans og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur …