Nú er búið að kynna alla þá flytjendur sem taka þátt í Söngvakeppninni 2025 og mun siguratriðið taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands í Sviss í maí. Mörg góð lög eru í boði eins og venjan er og verður erfitt fyrir þjóðina að gera upp hug sinn.
En við spurðum lesendur Mannlífs: Hvaða atriði vilt þú senda í Eurovision 2025.
Niðurstaðan er sú að tæplega 34% þeirra sem tóku þátt vilja að Stebbi JAK fari í Eurovision fyrir hönd Íslands og er BIRGO í 2. sæti með 15% atkvæða.
Það verður forvitnilegt að sjá hvort keppnin endar á þann máta.