Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Ugla uggandi yfir Trump: „Ógnar bókstaflega lýðræðinu og heimsöryggi eins og það leggur sig“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Það sem er auðvitað mest ógnvekjandi við vígslu Trump til forseta er ekki bara það að hann ætli sér að taka öll lagaleg réttindi af trans fólki og helst þurrka þau út í lagalegum skilningi — heldur er það sú staðreynd að það er fólk sem kaus hann til valda, vitandi að hann stendur á móti öllu sem tengist jafnrétti og mannréttindabaráttu. Svo djúpt sokkin er Bandaríska þjóðin í andstöðu við framfarir, upplýsingaóreiðu og algleymsku á heimsögunni.“ Þannig hefst Facebook-færsla Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, sem vakið hefur gríðarlega athygli frá því að hún birtist í gær.

Ugla, sem sjálf er trans kona segir að nú muni trans fólk muni neyðast til að vera í skápnum og muni upplifa aukið ofbeldi:

„Auðvitað er staðreyndin sú að trans fólk mun aldrei hætta að vera til, sama hvaða lagabókstafur er innleiddur, eða hversu oft fólk heldur því fram að þau séu það ekki. Trans fólk mun einfaldlega neyðast til að vera í skápnum, upplifa aukið ofbeldi og neyðist til að flýja á brott, ef þau hafa yfir höfuð tök á. Hið sama gildir um aðra minnihlutahópa sem mun verða vegið að harkalega í komandi forsetatíð Trump.“

Þá segir Ugla að málið snúist ekki aðeins um trans fólk því um sé að ræða yfirhylmingu yfir „allt hitt“.

„En auðvitað snýst þetta ekkert bara um trans fólk — það er bara yfirhylming yfir allt hitt. Hann ætlar sér nefnilega að ganga úr Parísarsáttmálanum á tímum skæðrar loftslagsváar, hefur talað um að „kaupa“ Grænland, og margt fleira sem ógnar bókstaflega lýðræðinu og heimsöryggi eins og það leggur sig.“

Ennfremur segir hún að fólk eins og Trump noti „viðkvæma hópa sem blórarböggla og sem skotmörk“:

„Það er nefnilega þannig að fólk eins og Trump notar viðkvæma hópa sem blórarböggla og sem skotmörk — og færir sig svo ofar á skaftið og ýtir frekari öfgastefnu fram. Hægt og rólega færast mörkin, og fyrr en við vitum eru mörkin komin að öryggi allra borgara, en ekki bara þeirra viðkvæmustu. Það sér það allt heilvitafólk að Trump og stefnur hans eru öfgastefnur, og ekkert annað en fasismi.“

Spyr Ugla í færslunni hvort fólk ætli að leyfa sögunni að endurtaka sig:

„Við þekkjum alveg þessa sögu — hún er fastlega rituð í sögubækurnar. Spurningin er bara hvort við ætlum virkilega að leyfa sögunni að endurtaka sig, eða hvort við ætlum að gera okkar allra besta til að sjá til þess að slíkt gerist ekki.“

Að lokum segir Ugla það skipta máli að hafa stjórnvöld sem berjist gegn þróuninni í samstarfi við aðrar þjóðir:

„Þar skiptir máli að hafa stjórnvöld sem taka höndum saman við önnur lönd og stuðla að því að ríkir kynferðisafbrotamenn með dóma á bakinu og með mikilmennskubrjálæði í þokkabót rústi ekki þeim framförum sem hefur tekið alltof langan tíma að ná.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -