Jason Arrington var skotinn með eigin byssu eftir að hafa ekið yfir gatnamót á rauða ljósi.
Forsaga málsins er að Arrington var stöðvaður af lögreglumönnum í Flórída fyrir að keyra yfir á rauðu ljósi í desember. Þegar annar lögreglumaðurinn var að biðja Arrington um öll gögn sem hann þurfti til að skrifa sektina spurði hann einnig hvort Arrington væri vopnaður og játaði hann að vera með byssu á sér. Hann var í framhaldinu beðinn um að stíga út úr bílnum svo hægt væri að afgreiða það mál á friðsaman máta og hlýddi Arrington lögreglunni í einu og öllu.
Þegar lögreglumennirnir voru að fjarlægja byssuna af Arrington tók annar lögreglumaðurinn óvart í gikkinn með þeim afleiðingum að Arrington varð fyrir skoti. Í myndbandinu má sjá að Arrington blæddi talsvert.
Að sögn Arrington hefur skotið haft mikil áhrif á vinnugetu hans en hann starfar sem kranastjórnandi. Hann stendur nú málaferlum við lögregluna og til stendur að reka lögreglumaðurinn sem skaut Arrington.