Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Finna aðeins bein og óþekkjanleg lík undir rústunum á Gaza – Myndband sýnir gjöreyðilegginguna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Almannavarnateymi á Gaza reyna nú að fara í gegnum eins margar húsarústir á sem flestum svæðum þar sem fólk er enn saknað en finna að mestu aðeins bein.

Í gær sögðust þeir hafa náð líkum 68 Palestínumanna. Enn eru að minnsta kosti 11.000 fleiri ófundnir og taldir vera fastir undir rústunum.

Neyðarsveitir hafa ekki fullnægjandi þungabúnað sem þarf til að endurheimtunartilrauna í hinni miklu eyðileggingu frá sprengjuárásum Ísraela og þurfa að reiða sig á frumstæð verkfæri.

Í flestum tilfellum eru sveitirnar aðeins að finna bein eða óþekkjanleg lík. Sveitirnar grafa þau lík á svæðum nálægt þeim húsum sem þau fundust undir. Ekki er um að ræða nokkra mánuði sem fólkið hefur verið fast undir rústunum, margir Palestínumenn hafa verið fastir undir rústunum í meira en ár.

Blaðamaðurinn Hassan Eslaih hefur deilt myndböndum á Instagram sem sýna gjöreyðingu al-Jnaina hverfinu, austur af borginni Rafah, í suðurhluta Gaza, í kjölfar árása Ísraelshers.

Myndbandið hefur verið staðfest af Sanad, staðreyndarannsóknarstofu Al Jazeera.

- Auglýsing -

Við myndbandið sem sést hér fyrir neðan skrifaði Eslaih eftirfarandi texta:

„Nýjar loftmyndir af áhrifum hinnar miklu eyðileggingar af völdum hernáms Ísraela í „Jinnina hverfinu“ austan við Rafah-borg, suður af Gaza-svæðinu.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Hassan aslih (@hassan_eslaih)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -