Það eru greinilega ekki allir sem „elska það.“
Ótrúleg slagsmál áttu sér stað á McDonald’s í Amsterdam í gær en samkvæmt fjölmiðlum í Hollandi brutust þau út eftir að einn viðskiptavinur fékk vitlausa pöntun. Viðskiptavinurinn stökk á starfsmanninn sem afgreiddi hana og kastaði drykk í starfsfólkið í eldhúsinu.
Það féll ekki í kramið hjá starfsfólkinu sem svaraði fyrir sig með því að kasta ís, hamborgurum og frönskum kartöflum í viðskiptavininn. Það var hins vegar til þess að aðrir kúnnar staðarins tóku þátt í slagsmálunum en maturinn sem starfsfólkið kastaði fór í fleiri en viðskiptavininn sem byrjaði vesenið. Á einum tímapunkti í myndbandinu af atburðinum sést starfsmaður kasta ruslatunnu í viðskiptavin.
McDonald’s hefur ekki viljað tjá sig um málið að svo stöddu.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu hér