Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-1 C
Reykjavik

Friðrik segir söguna vera að endurtaka sig: „Ekki segja mér að hafa ekki áhyggjur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Friðrik Agni Árnason segist vera sorgmæddur yfir þróuninni í heiminum hvað varðar kynþáttahatur en hann á móður sem er indversk.

„Ég veit ekki af hverju, en ég er bara svoldið sorgmæddur. Um jólin og nú í byrjun árs hef ég verið að lesa mikið í mannkynssögu,“ skrifar Friðrik Agni Árnason, dansþjálfari, skáld og taugatúlkunarþjálfari í færslu sem hann birti á Facebook í gær. Og hann heldur áfram:

„Það kannski segir allt sem segja þarf. Við búum ekki í þeim heimi í dag þar sem að vera brúnn á hörund er æskilegt. (höfum svo sem ekki gert það lengi í sögulegu samhengi) Semsagt ekki æskilegt til þess að lifa áhyggjulausu lífi. Áhyggjur af því að vera talinn öðruvísi, hættulegur eða ógn gagnvart öðru fólki. Nú um helgina er ég að fara ferðast einn. Og ég get ekki hætt að hugsa um augnablikið þegar ég lendi í Ungverjalandi og geng í gegnum tollinn og verð stöðvaður af tollvörðunum. Niðurlægingin, þreytan, uppgjöfin gagnvart því að sífellt vera talinn vera eitthvað sem ég er ekki (grunsamlegur/hættulegur/með illt í hyggju) bara út af einhverju sem ég get með engu móti breytt. Húðlitnum mínum.“

Segist Friðrik vilja geta búið í heimi þar sem hann getur til að mynda ferðast án þess að kvíða fyrir því vegna húðlitar síns en hann spáir því að næstu fjögur ár verði erfiðari:

„Ég væri svo til að geta búið í heimi þar sem ég get t.d. ferðast án kvíða yfir einhverju svona. En nei, við búum ekki í þannig heimi. Og eitthvað segir mér að á næstu fjórum árum munum við sjá enn skýrari afstöðu, ákvarðanir og afleiðingar ákvarðanna nokkurra ríkra, gamalla, mis vitra, hvítra karla – sem gulltryggja ennfrekar að við sem brún erum munum eiga erfitt með að lifa og ferðast áhyggjulaus.“

Í næstu orðum segir Friðrik að þetta sé veruleik hans og annarra „sem erum svona“.

„Ekki segja mér að hafa ekki áhyggjur.

- Auglýsing -

Þetta er veruleiki minn og okkar. Okkar sem erum svona.
Og veruleikinn sem blasir nú við okkur er sá að maður sem hefur ein mest mótandi áhrif á heimssamfélagið nærir þessa trú og hugsun um; við og þið, við og hin, betri og verri, æðri og óðæðri.“

Friðrik Agni segir ennfremur að þessi þróun sé ekki ný af nálinni:

„Þetta er ekkert nýtt í sögunni okkar. Upplýsingaflæði og menntunarstig okkar breytir því ekki að við búum í kapítalísku hagkerfi þar sem peningum fylgja tækifæri, vald og áhrif. En fjárhagur fólks hefur því miður ekkert að gera með vitsmuni þess, hvað þá siðferði og samkennd.“

- Auglýsing -

Segir Friðrik einnig að þegnar í lýðræðisríkjum beri ábyrgð á að verja hagsmuni okkar allra:

„En út frá þessu ræðst það hvernig samfélagið okkar mótast að miklu leyti.
Við berum ábyrgð sem þegnar í lýðræðisríki. Ábyrgð á að standa vörð um hagsmuni okkar allra sem búum saman og þurfum að vera vakandi fyrir því hvernig ytra heimssamfélagið hefur áhrif á okkar hugsanir, hegðun og þ.a.l. menningu okkar.“

Að lokum segir Friðrik Agni að fólk verði nú að spyrna við þessar þróun og spyrja sig í hvernig samfélagi það vilji búa í.

„Þetta er nú þegar að gerast. Við getum ekki farið til baka. En við þurfum að spyrna við, spyrja okkur stöðugt í gegnum allar kosningar, lagasetningum og ákvarðanatökum: Í hvernig samfélagi viljum við búa í? Í samfélagi þar sem öllum líður vel og eru öruggir (getur verið markmið) eða í samfélagi þar sem bara MÉR og þeir sem eru EINS OG ég líður vel og öruggum?“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -