Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2 C
Reykjavik

Alexandra áhyggjufull vegna tilskipunar Trump: „Við hættum ekki að vera til þó við séum bönnuð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jæja, það er alveg orðið óumdeilanlegt og ljóst að nýr bandaríkjaforseti er ekki bara kominn beinlínis í stríð við trans fólk og okkar réttindi, hann er beinlínis spenntur fyrir því að fara í hart í þeirri baráttu.“ Þannig hefst Facebook-færsla Alexöndru Briem sem hún birti í gær. Þar deilir hún áhyggjum sínum vegna nýrrar tilskipunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem segir að kynin séu tvö og séu óbreytanleg eftir fæðingur. Alexandra er sjálf trans kona.

Alexandra, sem er borgarfulltrúi Pírata, segir að í textanum sé talað um að „vernda konur frá körlum sem hafa komið sér inn í þeirra rými.“:

„Þetta er ítarlegur texti, en í grunninn er innihaldið að því er þarna lýst yfir að kynin séu tvö, hvorki fleiri né færri, og þau séu ákvörðuð við fæðingu og óbreytanleg eftir það.

Stofnunum ríkisins er falið að útrýma öllum tilburðum til annars og beita þessum skilningi í öllum sínum störfum, jafnframt er töluverður texti um að ‘vernda’ konur frá ‘körlum sem hafi komið sér inn í þeirra rými með hugmyndum um annað’ (smá umorðun, getið kíkt og lesið sjálf).“

Því næst beinir Alexandra orðum sínum að þeim sem töldu áhyggjur hennar vera móðursýki:

„Við öll þau sem héldu að hann myndi ekki í alvöru gera þetta, að hann væri bara að segja öfgahægrinu það sem það vildi heyra, eða þetta væri móðursýki í fólki eins og mér, myndi ég vilja segja, hvað segið þið nú? Um þessa ýktu, hatursfullu og ítarlegu tilskipun, gefin út á fyrsta degi?

- Auglýsing -

Var þetta ímyndun hjá mér? Var hann að grínast?“

Þá segir Alexandra að nú sé staðan sú að ef hún ferðaðist til Bandaríkjanna ætti hún á hættu að vera handtekin ef hún notaði kvennaklósett.

„Nú er sú staða komin upp að færi ég til Bandaríkjanna  ætti ég raunverulega á hættu að vera handtekin ef ég notaði kvennaklósett.

- Auglýsing -

Ekki að ég myndi vilja heimsækja það land, eða styðja það með mínum peningum, eftir að þau kusu þennan mann, vitandi full-vel hver hann væri.

En núna er það í rauninni ekki í boði fyrir mig, jafnvel þó ég vildi.

Og það er fólk víða annarsstaðar, sem iðar í skinninu að fara í samskonar breytingar í Evrópu og jafnvel hér á Íslandi.“

Alexandra kemur næst með sterkan punkt þar sem hún segir að trans fólk hætti ekki að vera til „þó við séum bönnuð“.

„Við hættum ekki að vera til þó við séum bönnuð. Þó umræða um okkur sé bönnuð, þó upplýsingagjöf sé bönnuð. Kannski tekst þeim að hrekja trans fólk úr landi, pína það til að fara aftur inn í skápinn, eða til að taka eigið líf. Kannski tekst þeim með þessu að þykjast að við séum ekki til.

En við erum til. Þetta breytir engu um það.

Við þurfum að standa gegn þessari bylgju haturs og fáfræði. Þessari áróðursherferð og ófrægingu gegn okkur.

Við þurfum að koma í veg fyrir að þessi hugmyndafræði dreifi úr sér.“

Að lokum segir Alexandra að hún hefði verið að vona að þetta yrði ekki svona slæmt en að þetta sé einmitt svona slæmt.

„Ég viðurkenni að ég vonaði að ég hefði kannski rangt fyrir mér, að kannski yrði þetta ekki alveg svona slæmt…en nei, þetta er bara nákvæmlega svona slæmt.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -