Karen Kjartansdóttir segir ungliða Sjálfstæðisflokksins hafa „hrúgast til Bandaríkjanna“ til að fylgjast með Trump og spyr hvort þeir séu glaðir með bann pride-fánans þar í landi.
Stjórnendaráðgjafinn Karen Kjartansdóttir skrifaði færslu á Facebook í morgun þar sem hún segir ungliða íslensks stjórnmálaflokks ekki hafa sparað lýsingarorðin er þeir lýstu aðdáun sinni á Trump eftir að hafa farið til Bandaríkjanna til að fylgjast með innsetningu Trumps. Karen spyr hvort ungliðarnir, sem hún segir í athugasemd við færsluna vera frá Sjálfstæðisflokknum, hvort þeir séu glaðir yfir því að Trump sé búinn að banna pride-fánann við opinberar byggingar. Hér má sjá færsluna í heild sinni:
„Ungliðar íslensks stjórnmálaflokks hrúguðust til Bandaríkjanna fyrir skömmu til að fylgjast með Trump og spöruðu ekki lýsingarorðin þegar þeir lýstu aðdáun sinni. Ætli þeir séu jafn reiðir og Trump og sumir aðrir stjórnmálamenn verða þegar kærleikur og miskunn eru nefnd í návist þeirra? Ætli þeir séu glaðir yfir því að búið sé að banna pride fánann á opinberum byggingum sem og BLM. Mér þætti vænt um að vita hvaða stefnu framtíðarleiðtogar íslenskra stjórnmála vilja taka.“
Mannlíf hefur sent spurningar á SUS en bíður svara.