Líkamsárás átti sér stað í körfuboltaleik milli tveggja menntaskóla í Bandaríkjunum snemma í janúar. Þar var Sonoraville skólinn að keppa við Rockmart en báðir skólarnir eru staðsettir í Georgíufylki.
Árásin náðist á upptöku en hún átti sér stað undir lok leiksins og á henni sést 16 ára leikmaður Rockmart hrinda leikmanni Sonoraville í gólfið. Leikmaðurinn stendur strax upp og labbar að Rockmart leikmanninum með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi kýldi hinn í andlitið og féll hann aftur niður. Samherji hans sem ætlaði að vaða í árásarmanninn var svo einnig kýldur niður. Eftir það náðu þjálfarar og áhorfendur að grípa inn í áður en meira gerðist.
Samkvæmt skýrslu frá lögreglunni heldur drengurinn sem kýldi andstæðinga sína því fram að hann hafi verið ítrekaður kallaður negri í leiknum og hann hafi á endanum misst stjórn á skapi sínu.
Málið er í rannsókn og líklegt er talið að drengurinn verði ákærður fyrir kjaftshöggin.
— The Daily Sneed™ (@Tr00peRR) January 8, 2025