Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Hvítur, hvítur dagur valin besta myndin á Motovun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi þann 6. september. Myndin hefur fengið afar góða dóma. Meðfylgjandi er stikla.

 

Ingvar E. Sigurðsson, aðalleikari myndarinnar, tók við verðlaunum um helgina á kvikmyndahátíðinni Motovun í Króatíu þar sem Hvítur, hvítur dagur var valin besta myndin. Þetta kemur fram á vef Rúv.

Í maí hlaut Ingvar þá verðlaun sem besti leik­ar­inn á Critics‘ Week, einni af hliðardagskrám Cann­es kvik­mynda­hátíðar­inn­ar, fyrir hlutverk sitt í myndinni.

Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í leyfi frá vinnu frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum.

Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -