Föstudagur 31. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Umfangsmikil leit að flugvél nýgiftra hjóna – Flakið fannst á hæsta tindi Eyjafjallajökuls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýgift hjón frá Bandaríkjunum hugðust eiga góða stund á Íslandi er þau komu tl landsins í ágúst 1975. Í september týndist þó flugvél þeirra sem þau flugu en nokkrum dögum síðar fannst flak vélarinnar á hæsta tindi Eyjafjallajökuls og voru hjónin látin.

Í frétt Dagblaðsins frá 15. september 1975 segir frá umfangsmikilli leit sem gerð var að tveggja hreyfla flugvél en um borð í henni voru hin ungu Robert Smith og Catherine en þau voru nýgift. Höfðu þau komið til Íslands 12. ágúst og var ætlun þeirra að njóta tímans hér áður en farið yrði aftur heim til Alabama.

Samkvæmt fréttinni hvarf vélin á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Hér er brot úr fréttinni:

Stórir hópar leitarmanna lögðu af stað i birtingu i morgun að leita tveggja hreyfla flugvélar af Twin Commance gerð, sem saknað var rétt fyrir klukkan 19 á sunnudagskvöld. 1 vélinni eru tveir menn og lögðu þeir upp frá Edinborg kl. 13.40 á sunnudag og áætluðu komutíma til R.víkur um klukkan 19 á sunnudag. Um klukkan 18.30 tilkynntu flugmenn að vélin væri stödd yfir Vestmannaeyjum og áætluðu þá enn komu til Reykjavíkur kl. 19. Eftir það hefur ekki heyrzt til vélarinnar svo vitað sé með vissu. Vélin hafði eldsneyti til kl. 21.25. Arnór Hjálmarsson og Valdimar Ólafsson stjórnuðu leit að flugvélinni, er hófst þá þegar með eftirgrennslunum. Á sunnudagskvöld um klukkan 19.30 töldu tveir 10-12 ára drengir i Vestmannaeyjum sig hafa séð til vélarinnar og hafi hún þá stefnt að flugvellinum i Eyjum. Þetta varð til þess að leitarmenn „kembdu” Heimaey í nótt.

Í frétt Dagblaðsins þann 16. september 1975, daginn eftir fyrri fréttina, kemur fram að flakkem vélarinnar hefði fundist á hæsta tindi Eyjafjallajökuls, Goðasteini en hjónin voru bæði látin. Tekið er sérstaklega fram í fréttinni að Þórshafnarbúar hafi sent inn „falskar“ ábendingar um vélina. Hér má lesa frétt Dagblaðsins í heild sinni:

Nýgift, ung hjón létu lífið á jöklinum

- Auglýsing -

Þegar DAGBLAÐIÐ flaug yfir slysstaöinn um kl. hálf átta i gærkvöld, voru björgunarsveitir frá Eyjafjöllum og Vik i Mýrdal komnar á staðinn. Þar yfir sveimaði þyrla, — einn af grænu risum varnarliðsins, — og beið átekta. Flugvélin, sem fórst, var af Piper Commanche-gerð, og hafði brotlent. Voru brotin dreifð yfir allstórt svæði, eins og sjá má af mynd. Það var á Goðasteini, hæsta tindi Eyjafjallajökuls, sem flugvélin lenti. Ekki reyndist unnt að kanna þennan stað fyrr en seinni hluta dagsins i gær vegna þess, hve lágskýjað var. Leitarmenn notuðu timann, meðan þeir biðu eftir þvi að rofaði til, til þess að kanna ábendingar, sem borizt höfðu. Tveir drengir i Vestmannaeyjum höfðu talið sig sjá flugvélina svo og menn úr Sigöldu. Jafnvel Þórshafnarbúar, sem að öllu jöfnu sjá ekkert nema fljúgandi diska, töldu sig hafa séð eitthvað i flugvélarliki á sveimi yfir plássinu. En eins og venjulega reyndust þessar ábendingar falskar. Með flugvélinni fórust ung, nýgift hjón, Robert Smith læknir frá Alabama i Bandaríkjunum og kona hans Catherine. Þau komu hér við þann 12. ágúst og ætluðu að hafa hér stutta viðdvöl á leiðinni heim.

Frá slysstað

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -